Kirkjuritið - 01.01.1940, Page 9

Kirkjuritið - 01.01.1940, Page 9
Kirkjuritið. Nýja árið. 3 hvert íslenzkt skip heilt af liafi morðvélanna. Blessun hans er vissulega yfir öllum einlægum samtökum til verndar og viðreisnar þjóðinni. Og þótt einangrun kunni að sverfa fast að, þá verður það oss ekki að fjörlesti, svo framarlega sem vér einangrum oss ekki sjálfir frá Guði. Það mun valda æðslri þjóðarheill, að vér göngum Kristi á hönd sem frelsara vorum og drotni og leitumst við af alhug og fremsta megni að hertaka hverja hugs- un og hvert starf til lúýðni við hann. Og alveg sér- staklega eigum vér að kosta kapps um það tvent, að leiða hvert harn til samfélags við lutnn og bera byrðarnar með þeim, sem örbirgð og bágindi sækja heim. Þá mun nýja árið þrátt fyrir alt og alt verða oss í vissum skilningi gleðilegt ár. Þá munum vér geta tekið undir sálminn forna í Gamla testamentinu, sem Lúter orti út af „Vor Guð er borg á bjargi traust". Þá munum vér eiga eilt- hvað af trúnni og kjarkinum, sem i honum felst: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. IAtum vötn hans gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hans. Drottinn hersveitanna er með oss, Jakobs Guð vort vígi. Gleðilegt nýjár í Jesú nafni. Á. G. RITSTJÓRN KIRKJURITSINS. Stjórn Prestafélagsins hefir orðið við Lilmælum for- manns, Ásmundar Guðmundssonar, og falið Magnúsi Jóns- syni prófessor ritstjórn Kirkjuritsins ásamt honum frá þessum áramótum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.