Kirkjuritið - 01.01.1940, Síða 26

Kirkjuritið - 01.01.1940, Síða 26
20 Guðmundur Einarsson: Janúar. Vér, sem oft höfum þurft að krjúpa við krossinn Jesú Krists, til þess að öðlast frið, vér horfum líka fvrst og fremst á Jesú sem frelsarann, sem „gaf líf sitt til lausnar- gjalds fyi’ir marga“, en það gat hann, og það getur liann af því, að hann var og er alvaldur drottinn og eilifur Guð. Tómas sagði við Jesú eftir upprisuna: „Drottinn minn og Guð minn“, og Jesús svarar: „Af því þú sást mig, Tómas, trúir þú, en sælir eru þeir, sem trúa, þótt þeir ekki sjái.“ Hér viðurkennir Jesús, að það sé rétt, sem Tómas segir, að hann sé drottinn og Guð, og telur þá sæla, sem trúa því þótt þeir ekki fái að sjá hann sjálfan, meðan þeir dvelja í lífinu á jörð. Eftir upprisu Krists virðast allir poslular hans hafa verið sannfærðir um, að liann væri drottinn Guð, jafn föð- urnum að valdi og tígn, en það sýna oss orðin: „Og liann setti liann sér til hægri handar,“ og: „Hann leil dýrð Guðs og Jesú standandi við hægri hönd Guðs“, eins og sagt er um liinn fyrsta píslarvott, því að það, að vera einhverjum til hægri handar táknar það, að hann sé jafn honum að valdi og tign, að Jesús Kristur sé því jafn föðurnum, drottni allsherjar. Páll postuli segir: „Kristur Jesús er sá, sem dáinn er, og meira en það, er upprisinn frá dauðum, hann sem er við liægri hönd Guðs, hann sem einnig hiður fyrir oss“. En skýrast talar Páll postuli um guðdómlegan uppruna Jesú Krásts, er hann segir: „Verið með sama liugarfari og Jesús Krislur var. Hann áleit það ekki rán að vera jafn Guði, þótt hann væri í Guðs mynd, lieldur afklæddist hann herini, er hann tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur“. Og á öðrum stað segir liann: „Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs, frumhurðar allrar skepnu, enda var all skapað í honum í himninum og á jörðunni, hið sýnilega og hið ósýnilega.“ Það er augljóst af þessum orðum Páls, að liann telur Jesú jafnan Guði föður, lifandi frá eilífð, þar eð alt var gjört í honum, „allir hlutir eru skapaðir

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.