Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 29

Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 29
Kirkjuritið. Jesús Kristur er alvaldur drottinn. 23 ast Guði mest; og vér segjum: Sál livers einstaks manns er eins, því að vér skynjum oss sjálf sem einstaklinga; — eng- mn talar um að vér, hver einstakur, hafi þrjár sálir, sál skynsemi, sál tilfinningar og.sál vilja, og þó þekkjum vér sal vora aðeins frá einhverri þessara þriggja hliða, en jafnframt merkjum vér, að þetta þrent er í innilegu sam- starfi og myndar sína heild, eina sál, í oss. Sé það nú svo, að vér í hinu guðlegasta á jörð, verðum vör við einskonar þrenningu, þar sem þó er augljós eining, þá ætti það ekki að valda oss erfiðleikum að tala um þríeinan Guð, enda þótt vér ekki megnum að skýra liina eilífu einingu í þrenn- ingu guðdómsins. 2. Getur Guð, sem er kærleikurinn, krafist þess, að hans eiginn sonur fórni sér fyrir mennina? — Ég.vil koma með aðra spurningu, sem getur máske skýrt þetta. Getum vér vænst þess af föður, sem elskar barnið sitt, að hann ætlist hl þess af þvi, að það fórni sér, lífi sínu, fyrir frelsi og heild þjóðar sinnar, eða fyrir heiðingjana, sem ekki þekkja Guð og frelsarann? — Ef vér ætlumst til fórna af börn- um vorum, sem éru oss af hjarta kær, þá er engin fjar- stæða, að vér hugsun oss að Guð, liinn kærleiksriki og goði, ætlist til þess af syni sínum, og það einkum þegar þeir eru að eilifu eitt. Það er hann sjálfur, hinn eilífi Guð, sem tekur fórnina á sjálfan sig; — en þessi fórn var „blóðfórn“ og meira en það, hún var fórn hinnar eilífu sælu og himneska friðar, því að hér var Krists freistað á allan hátt, enda þótt liann aldrei drýgði svnd og.engin svik væru fundin í munni hans. Öll saga vor manna og dýra á jörð er ein mikil, samfeld fórnarsaga, lífi og kröft- um er fórnað án afláts fyrir aðra,svo að það að teljafórnar- hugmynd kirkjunnar heiðinglega heimsku, eins og liefir att sér stað, er aðeins vottur um hugsanasljóleika þess, sem heldur slíku fram. Kærleikur og fórnir eru óað- skiljanlegt; þar sem engin fórn er fram bori.n, þar er eng- inn kærleikur, þar er ekkert raunverulegt lif, þar er hinn eilífi dauði.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.