Kirkjuritið - 01.01.1940, Page 34

Kirkjuritið - 01.01.1940, Page 34
28 Bréf frá Kína. Janúar. og starfsmenn Rauða krossins og annarar góðgerðarstarfsemi. Hittir maður hér marga, sem koma frá Kína eða eru að fara þangað: Gamla hásTcólakennara, sem liafa unnið hér í nálega mannsaldur og koma úr fríi vestan að. Fara þeir ferða sinna eins og þetta væri „bara sport“. Ungar og óreyndar, en áhuga- samar stúlkur, koma hingað í fyrsta sinn og ætla að verða hér meiri hluta æfi sinnar. Kennarar — karlar og konur — fylgja sínum kinversku nemendum og flytja skóla og háskóla frá herj- aða svæðinu inn í hið frjálsa og óháða Vestur-Kína. Kunna þeir frá mörgu að segja. Á ferðum sínum verður þetta fólk oft að sofa á þakinu á vörubílum, ofan á yfirbreiðslunni, þegar þurt er, en undir henni, þegar rignir. Máltíðir, kenslustundir og bæna- samkomur fara fram í húsum, þar sem hvorki er borð né sæti. Margt er eftir þessu. Stundum fara skotin úr vélbyssum Japana gegnum ferðatöskurnar, svo að göt koma á jakka og kjóla. En hér er hlýtt í veðri, svo að enginn kvartar yfir þessu! Ég er ennþá að mestu leyti utan við þetta tilbreytingarríka og hættulega líf nútímakristniboðanna hér. Fyrir framan mig liérna á borðinu hefi ég þúsundir kinverskra leturmynda. Dag- lega koma hingað 2 kínverskir kennarar og eru hér 6 tíma að kenna mér kínversku. Hefi ég nú nýlega lokið 4. prófinu í mál- inu; get talað við þá um daginn og veginn, skrifað einföld bréf, lesið Jóhannesarguðspjall, Markúsar og ýmislegt annað, sem ekki er of erfitt. Þó kann ég ekki nema um 1400 táknmyndir, en með þeim á ég að geta myndað um 5000 hugtök. Afarmikil vinna fer í að halda þvi máli við, sem þegar er numið. . . .“ Þetta skrifar séra Jóhann meðal annars. Hann gengur ótrauður og æðrulaus að verkinu, alveg eins og hann gerði hér heima. Við biðjum Guð að halda verndarhendi yfir honum og konu lians og gefa ávöxt af störfum þeirra. M. J.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.