Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 3

Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 3
Kirkjuritið. Faðir ljósanna. „Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er að ofan og kemur niður frá föður ljósanna. (Jakobsbréf). I. Við anddyri upphimins-dýrðar andinn í lotning starir á augnablikunum beztu við blaktandi tjaldaskarir. Þá er eins og ókunnur máttur andi um stund á tjöldin. og mannshjartans sársauki sofnar, sú sýn hefir alein völdin. I ljósrák, sem ljómar og hverfur, sjást lífsins fegurstu undur, og bölið finst ekki framar og fjötrar þess hrökkva í sundur. Og andinn hljóðlátur hlustar, þar heyrir hann sönginn óma, sem leyndist í sólskini lífsins og leið burt án forms og hljóma. Og rödd gegnum tjaldið talar með töfrandi hljómi sínum: „Þú, barn, ég er hjá þér heima, þú hvílir í faðmi mínum.“ .,Við horfumst um eilífð í augu. Þín æfi er mér ekki dulin. Eg er þinn eilífi gestur, þótt ásýnd mín þér sé hulin“. Ég kem til þín klæddur í tötra, ég kem inn að þínum arni og bíð eftir miskunn og mildi hjá mínu langþráða barni“. „Og auðmjúkur sezt ég við eldinn, er óveðrin dynja hörðu, og les þar í loganna skini alt líf þitt, barn mitt á jörðu.“ „Ég geng um í spámannsins gerfi sem gestur í sölum og hreysi. Og þjáning himinsins hrópar á heimsins andvaraleysi". „Mín boð læt ég berast um heiminn, svo blómgist í hjörtum þjóða sú dygð, sem er aldrei ætluð eiganda sínum til gróða“. „Því fórn, sem er falið að vera sjálfs fórnandans sparisjóður, er skuld hans við hugsjón hins hæsta, þótt hjálpað sé veikum bróður“ „Ég falsguðum fólksins steypi, ég frelsa, ég líkna og kenni. En sannleikans þyrnisveigur er settur á spámannsins enni.“ „Og broddarnir bitru stinga, og blóðið rennur úr sárum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.