Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 4
284 Helgi Sveinsson: Október. sem ímynd móðunnar miklu af mannkynsins blóðugu tárum*' „Ég kem með krossinn á herðum, og krossinn er ást þeirra manna til mín, sem eygt gátu aldrei hið eilífa, stóra og sanna“. „Ég.kem í ljósengils líki með ljós mitt á nóttum svörtum og vaki hjá Guðsbarnsins vöggu í veraldarinnar hjörtum.“ „Einn dag stendur sorgin við dyrnar, og dagsljósið sofnar við gluggann, með húmdökka blæju um höfuð hún horfir til þín inn í skuggann“ „Á bak við blæjuna dökku þú býst við ásýnd úr steini, sem horfir með stirðnuðu háði á hjarta þíns stríð í leyni“. „En drottinn þinn stendur við dyrnar, þótt dökk þér sýnist hans klæði, og það er þinn eigin ótti, sem eyðir hjarta þíns næði“. „Þú veizt það, barn mitt, þú veizt það, hve veikur er oft þinn kraftur. En vonaðu, treystu og trúðu. Ég tek og ég gef þér aftur“. „Og mundu, er lífið þér miðlar af mestu dásemdum sínum, að himinsins Ijós færðu að láni, svo lýst getir bræðrum þínum * „Því Ijósið er lífinu helgað og leiðir þess velur um geiminn. Hver mannssál skal frelsi sitt finna sem farvegur ljóss míns um heiminn“ Svo mælir hún, röddin milda, við mannsins titrandi hjarta. Og aftur er himininn hljóður og horfin er sýnin bjarta. En andinn sér aðrar myndir, þá opnast mannshjartans saga: í engilsmynd eilífðin lokar og opnar hlið vorra daga. Og engill Guðs fer um geiminn með gleðiboð himneskrar vonar. Og heimþráin kvakar á kvöldum hjá kofa hins týnda sonar. Ein sýn breiðir vermandi og voldug sinn vængfaðm alt líf þitt yfir. Eitt augnablik gefið af Guði, það glitrar á meðan þú lifir. II. Þér, herra himins og jarðar, hið hæsta og smæsta lýtur. Hver titrandi daggardropi af dýrð þinni skerf sinn hlýtur. Þitt vald og réttlæti ríkir, þú refsar, þú græðir og fræðir. Um hæðir lífsins og lægðir þitt Ijós og þitt myrkur flæðir. Þú hrópar, þá hristast löndin, sem hönd þín úr djúpunum leysti; sem ferðatjöld fellirðu saman heil fjöll, sem þinn andi reisti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.