Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Hlutverk nvttímakirkjunnar. 287 Þessu hlýddu þeir, sem fengu þetta umboð. Þeir vissu, hvað þeir áttu að gera. Þeir könnuðust við hlutverkið. Það var þeim ljóst, hver starfsaðferðin var. Hvernig áttu þeir að fara að? Þeir áttu að flytja mönn- unum boðskap frá Guði. Þetta gerðu þeir. Þeir boðuðu Guðs orð. Þeir höfðu boðskap að flytja. Þeir höfðu ker- ygma, ákveðinn boðskap. Hér var ekki um neitt að villast. Þeir urðu ekki aðeins ræðumenn, sem héldu fyrirlestra um andleg mál. Hver einasti þeirra varð keryx, boðberi. Þeir komu með skýr skilaboð til mannanna, og það sást, að þeir komu ekki í eigin nafni, í eigin umboði og í eigin krafti, en í umboði drottins og i krafti bans. En þá voru þeir um leið sannfærðir, brennandi í anda með titrandi hjarta. Þeir vitnuðu um það, sem þeir böfðu sjálfir reynt. Þeir urðu að segja frá því, sem fylti sál þeirra. Þeim var ómögulegt að þegja. Vottar voru þeir, reiðubúnir til þess að láta lífið fyrir trúna. Martyr er vottur. En þetta orð fékk merkinguna píslarvottur, því að slík urðu svo oft hlutskifti vottanna. Ilvað vitnuðu þeir um? Þeir vitnuðu um upprisinn frelsara. Þegar kjósa skjddi postula í stað Júdasar, var að- eins sá kjörgengur, er gæti ásamt þeim verið vottur upp- risu Jesú. Hinir fyrstu vottar vissu, livað þeir áttu að tala um. Þeir voru sendir með skýran boðskap. Þeim hefði ekki verið nóg að tala um Guð á víð og dreif, að flytja fyrir- lestur um eilífðarmál, að útlista fyrir mönnunum ýmsar hugmyndir um Guð. Þeir voru einmitt sendir af Guði, sendir með skilaboð frá Guði, „sem forðum oftsinnis liafði talað til feðranna og með mörgu móti fyrir munn spá- mannanna, og í lok þessara daga til vor talað fyrir son- inn“ (IJebr. 1, 1). Með kröftugum vitnisburði var mönn- unum bent til Guðs, sem bafði talað fyrir soninn. Þegar þeir töluðu um Guð, töluðu þeir um föður drottins vors Jesú Krists. Þessvegna varð prédikun þeirra vitnisburður um Krist.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.