Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 9

Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 9
Kirkjuritið. Hlutverk nútímakirkjunnar. 289 oss, sem viljum fylgja drotni. Þorum vér að ganga fram, eða ætlum vér að fela oss bak við fylkingar heimsins? Nei, hlýðum með gleði, þegar á oss er kallað. En þá vaknar hjá oss sú þrá, að kalla á aðra. Þá vakn- ar starfsþrá kirkjunnar. Hvernig á að kalla á aðra? Með því að boða Guðs orð. Með því að vitna um Krist. Páll postuli lýsir hlutverkinu og starfsaðferðinni á þenna hátt: „Ekki prédikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesúm sem drottin, en sjálfa oss sem þjóna yðar, vegna Jesú“ (2. Kor. 4, 5). Þetta er hlutverk kirkjunnar nú. Það er hið mikla mein heimsins, að mennirnir prédika sjálfa sig. Ágæti mannsins er vegsamað, og maðurinn kemur fram eins og hann væri Guð. Orð Guðs er látið hverfa. En samt spyrja margir eftir Guði. Það stígur andvarp upp frá þessari jörð, frá mönn- um í margvíslegri neyð. Fá þeir svar? Þeir eiga að fá svar frá kirkjunni. Veit kirkjan Iilutverk sitt? Fá menn hjá kirkjunni þann boð- skap, sem þeir eiga að fá? Vér eigum að prédika Jesúm Krist sem drottin. Gerum vér það? Vér eigum að vera þjónar meðal mannanna vegna Jesú. Erum vér það? Vér erum sendir með þann hoðskap, sem er svar við spurningum mannanna. En eru ekki spurningarnar altaf hinar sömu? Er ekki þessi spurning enn í brjóstum og á vörum mannanna, eins og á hinni fyrstu hvítasunnuhátíð kirkjunnar: Hvað eigum vér að gjöra? Hverju var þeim svarað? „Gjörið iðrun“. Gefum vér í dag mönnunum þetta skýra svar? 1 Postulasögunui er sagt frá manni, sem spurði: „Hvað á ég að gjöra, til þess að ég verði hólpinn?“ Honum var svarað: „Trú þú á drottin Jesúm, og þú munt verða liólp- inn“. Þetta svar gefur kirkjan. Þeir, sem taka við því með gleði, játa, að þeim nægi þetta svar. Þegar ég kem i kirkju, hlusta ég eftir þessum boðskap. Ég veit, að það er fróð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.