Kirkjuritið - 01.10.1940, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.10.1940, Qupperneq 12
292 Bjarni Jónsson: Október. mannsæfin frá vöggu til grafar sé undir áhrifavaldi kirkj- unnar. Hér eru réttindi, tækifæri og ábyrgð. Kirkjan á að vera hljóðnæm fyrir margvislegri þörf og mörgum málefnum. En kirkjan á altaf að vera kirkja. Hún á aldrei að missa sinn svip. Presturinn getur tekið þátt í ýmsu, hið mannlega á ekki að vera honum óviðkom- andi. Það er ekki hægt að banna honum að vera Human- ist. En liann á þá að vera kristinn Humanist. Menning hans á að vera kristin menning. Presturinn á altaf að vera prestur, eins og kirkjan á altaf að vera kirkja. Munum eftir því, að hið kristna starf er starf þjónsins. Ég á að hverfa. Guð á að komast að. Þetta á að vera á- hugainál mitt, er ég held guðsþjónustu. Þá á ég ekki að tala, til þess að fá ágætiseinkunn hjá mönnunum, þá á ég að flytja mönnunum Guðs orð. Þess er af mér krafist, að ég reynist trúr og skýri mönnunum frá því, sem Guð ætlast til, að ég segi þeim. Þannig á ég að bera sæðið til sáningar og fela Guði ávöxtinn. Það er hlutverk prestanna að lialda guðsþjónustur. Ætl- umst vér til, að liver guðsþjónusta hafi áhrif, eða er hér aðeins um afgreiðslu að ræða? Vér erum til þess kallaðir að hvetja mennina til þátt- töku í kristnu starfi og knýja þá til þess að gefast Guði. En gleðjumst vér, er vér heyrum þessa menn lýsa því yfir, að nú séu þeir komnir í samfélag við Guð? Vér tölum um þá blessun, sem fylgir lestri Biblíunnar, og tölum um, live nauðsynlegt það er, að menn eignist Biblíuna, Nýja testamentið, og lesi liin helgu rit. En ef vér heyrum um flokk manna, sem hafa Biblíu- lestrarfundi, komum vér þá fagnandi á fund þeirra? Er gleði bjá oss, ef andlegt líf vaknar? Það eru sungnir vekjandi sálmar, og um leið og sungið er, játa menn trúna. En ef sú trú, sem birtist í sálminum, er játuð í viðtali, er oss þá eðlilegt að balda samtalinu áfram? Það er sungið versið:

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.