Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 13

Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 13
Kirkjuritið. Hlutverk nútímakirkjunnar. 293 „Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs, Jesú minn“. En er oss jafn hugleikið að talað sé um þetta, og viljum vér, að þetta sé kjarni prédikunarinnar? Það er sungið: „Ég er kristinn", sungin 12 sinnum þessi játning á 3—4 mínútum (nr. 311 í Sálmabókinni). En fyllist ég þakklátri gleði, ef einhver kemur heim til mín á eftir messunni, og segir: „Þetta er játning mín. Ég er kristinn. Ég er Guðs barn“. Titrar þá hjarta prestsins af samfögnuði? Það er flutt ræða um kraft bænarinnar. En ef kallað er á prestinn á bænasamkomu, kemur liann þangað með til- hlökkun og þakldátri gleði? Spyrjum sjálfa oss og prófum sjálfa oss. Er hægt að segja um oss, eins og sagt var um Pál: „Hann var allur í orðinu“. Erum vér þannig? Er guðsþjónustan tækifæri handa oss og kirkjugestunum, tækifæri til þess að gefast Guði? Eiga ekki þessi orð að undirstrikast — hér og nú? Hér á heilögum stað, og nú á þessari stund er tækifæri til þess að mæta Guði. Eða er guðsþjónustan athöfn, sem getur tekið sig vel út ? Treysti ég ekki oft einhverju betur en orði Guðs? Þarf ég ekki að finna upp á einhverju nýstárlegu, til þess að vekja hrifningu og stundargleði fólksins? Á ég ekki að nota ein- hverja nýja aðferð i dag og aðra á morgun? Eða treysti ég áhrifamætti fagnaðarerindisins? Aldrei hefir mér fundist meiri þörf á Guðs orði en nú. — Það eru sum rit Biblíunnar, sem verða mér sérstaklega ljós nú á þessum tínnun, eins og t. d. Sálmarnir og Opin- berun Jóhannesar. Menn eiga heimtingu á því, er þeir koma í kirkju, að heyra Guðs orð. Grundtvig spurði: „Hversvegna er Guðs orð horfið úr liúsi hans?“ En má ekki nú á tímum spyrja: „Hversvegna er Guð horfinn?“ Víða er hætt að nefna Guð. Opinberar ræður eru haldn-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.