Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 16

Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 16
296 Bjarni Jónsson: Október. ingu: „Hvar er hjálp að fá?“ Var þar talið upp starf i mörgum liðum, andlegt starf, líknarstarf, margvísleg menningarstörf, bindindisstarf, starf á sjúkraliúsum og björgunarheimilum. Þessi skýrsla náði yfir marga dálka. Verkefnin eru mörg. Það þarf að hjálpa í andlegri og líkamlegri neyð. Jesús kendi allan daginn. En er kvöld var komið og sól var sezt, gekk hann þá ekki þegar í stað til hvildar? Nei. Þá færðu menn lil lians alla þá, er sjúkir voru og þjáðir voru af illum öndum. Hann talaði til sál- arinnar og læknaði líkamann. Gott er, þegar þetta fylgist að. En gleymum því ekki, að sálin í öllu líknarstarfi er líknin, sem sýnd er sálinni. Margt má segja um hlutverk kirkjunnar í gleði og í sorg mannanna. Kirkjan á að vera vinur þeirra, sem eiga í erf- iðri baráttu, hún á að kunna það sjálf og kenna það öðrum að ganga ekki fram hjá hinum særða. Þjónar kirkjunn- ar eiga að kunna þá fögru list, að fagna með fagnendum og gráta með grátendum. Hvílíkt hlutverk kirkjunnar nú. Nú er dimt í heimi. En það birtir, þar sem ljós fagnaðarerindisins er sett á Ijósa- stikuna. Það var, er og verður hlutverk kirkjunnar að flytja mönnum boðskap frd Guði. Sáum, og felum Guði uppskeruna. Gleymum því aldrei, að hann er herra uppskerunnar. Þetta gleymist oft. Mað- urinn gerist oft herra, og hann talar um sinn eiginn kraft. Höfum það hugfast, að Guð er herra uppskerunnar, og teljum oss það sæmd, að vér fáum að vera meðal þeirra þjóna, sem hann sendir til sáningar og uppskeru. Tökuni á móti þeim krafti, sem fullkonmast í veikleikanum. Þegar Símon Pétur sá tign Jesú og um leið sína eigin synd, féll hann að knjám Jesú og sagði: „Far þú frá mér, herra, því að ég er syndugur maður“. Áður sagði hann meistari, og vildi fara eftir góðum bendingum hans. En nú sagði hann „herra“, og gaf sig drotni algerlega, fékk honum öll yfirráðin. Þá var það, að Jesús kallaði hann til

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.