Kirkjuritið - 01.10.1940, Side 17

Kirkjuritið - 01.10.1940, Side 17
Kirkjuritið. Hlutverk nútímakirkjunnar. 297 hins veglegasta hlutverks og sagði: „Vertu óhræddur, héðan í frá skalt þú menn veiða.“ Þegar þessi játning er eðlileg trú vorri: Kong minn Jesú ég kalla þig, kalla þú þræl þinn aftur mig, þá mun drottinn segja: „Vertu óhræddur,héðan í frá skaltu menn veiða.“ Þá munum vér koma auga á mörg hlutverk kirkjunnar og ganga til starfs í nafni hans, sem oss styrka gjörir. Vinnum i nafni drottins. Felum honum árangurinn. Það er aldrei til ónýtis að vinna í nafni drottins. Guð notar oft hið veikasta til þess að vinna máttarverk. Geymum í hjörtum vorum orðin úr 55. kap. Jesaja, en þar segir svo: „Eins og regn og snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur fyr en það hefir vökvað jörð- ina, gjört hana frjósama og gróandi, og gefið sáðmannin- um sæði og brauð þeim, er eta, eins er því farið með mitt orð, það er út gengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyr en það hefir framkvæmt það, er mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól þvi að framkvæma.“ Þannig fer Guð að. Vísitazía biskups um Suður-Múlaprófastsdæmi. Sigurgeir Sigurðsson biskup fór í vísitaziuferð um Suður- Múiaprófastsdæmi 26. júlí og kom aftur úr henni 19. ágúst. Hann vísiteraði allar kirkjurnar í prófastsdæminu, 17 talsins, flutti i þeim guðsþjónustur og að lokinni messugjörð erindi um Ýms mál, varðandi kristni og kirkju. Lagði hann einkum áherzlu á æskulýðsstarf, safnaðarstarf og kirkjusöng. Allar voru guðs- Þjónusturnar ágætlega sóttar. Biskupinn vígði kirkju í Beru- Hrði, og átti frumkvæði að því, að stofnuð var deild í Prestafé- lagi íslands fyrir Múlaprófastsdæmin. Er getið um hvorttveggja á öðrum stað liér í ritinu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.