Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 24

Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 24
304 Sigurgeir Sigurðsson: Október. vilja og samhug ætli að takast að ráða bót á þeim, er tím- ar líða fram og reynslan sýnir, hvað betur má fara. Það, sem áunnist hefir, er þetta: I stað þess, að til skamms tíma liafa aðeins 2 þjóð- kirkjuprestar starfað í Reykjavík, verða þeir nú 6. Njóta þeir sömu launakjara og aðrir sóknarprestar landsins, en auk þess fá þeir 1200 kr. húsaleigustyrk liver, jafnt hinir eldri sem liinir nýju. Halda þeir þeim styrk þar til er prestsseturshús verða reist í prestaköllunum, en lögin ætl- ast til að Reykjavíkurbær leggi ókeypis lóð undir prests- seturshúsin. Lögin gera ráð fyrir því, að við hverja 5000 íbúa, er bætast við í bæinn og til þjóðkirkjunnar teljast, verði einum nýjum presti bætt við, og þarf því ekki um það atriði nýja löggjöf. En livar eiga hinir nýju prestar að messa? liafa ýmsir spurt — og sumir jafnvel bætt við um leið: Iiefði ekki verið réltara að láta þetta bíða með fjölgun presta í Reykja- vik, þangað til kirkjurnar eru komnar upp. Það er alveg rétt athugað, að það vantar fleiri kirkjur í Rej'kjavik. En ég býst við að langur dráttur liefði orðið á því að fá hér fleiri presta, ef bíða hefði átt, þar til nýjar kirkjur stæðu liér fullgerðar. Til þess að koma upp nýjum kirkjum, þarf mikið starf og forjrstumenn, sem geta helgað sig því að leiða slíka hugsjón i framkvæmd. Það hefði dregist að boða kristindóminn í heiminum, ef bíða hefði átt eftir því, að kirkjurnar kæmu fyrst upp. Það verður eitt af hinum sjálfsögðu verkefnum hinna nýju presta að byggja upp safnaðarstarf og nýjar kirkjur í söfnuðum sínum. í Laugarnesprestakalli liefir prestur starfað um nokkur undanfarin ár og unnið merkilegt starf. Nú er þar sterk hreyfing um kirkjubyggingu. Ef ófriðurinn liefði ekki brotist út, mundi kirkjan nú þegar standa þar, því að um þær mundir er hann hófst, var verið að ráðgera að byrja á kirkjubyggingunni. Starfið í hinum nýju söfnuðum hefst nú á næstunni.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.