Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.10.1940, Blaðsíða 26
306 Sigurgeir Sigurðsson: Október. efni. Hér munu rísa upp fagrar kirkjur, áður en langt um líður: Kirkja í Laugarnesprestakalli. Þar eru þegar í sjóði jTfir kr. 30.000.00 og margir álmgamenn, sem ekki munu skiljast við það mál fyr en það er til lykta leitt. Söfnuð- urinn mun standa óskiftur um það. Kirkja í Nespresta- kalli. Þar mun fljótt hefjast starf í sömu átt, og nokkurn styrk mun sá söfnuður þegar fá í eignum þeim (jörðun- um Bakka og Bygggarði), er ætlast er til að til lians gangi. Kirkja á Skólavörðuhæð — veglegasta og glæsilegasta kirkja þessa lands. Þar eru þegar í sjóði yfir 60.000.00 kr. 1 fyrra vor afhenti ónefndur borgari þessa bæjar mér skuldabréf að upphæð kr. 25.000.00, sem afborgast á næstu 23 árum, sem gjöf, lil þess að kaupa fyrir orgel í fyrir- hugaða kirkju á Skólavörðuhæð. Er kirkjunni þannig nú þegar trygt liið vandaðasta liljóðfæri. Ég efast ekki um. að margir hér í þessum bæ muni fara að dæmi þessa stór- huga manns og annara þeirra, er þegar hafa gefið til kirkj- unnar. Öll fá hin'nýju prestaköll nokkurn fjárstyrk, er fram líða stundir, frá hinu opinbera. Samkvæml lögum þeim, er ég áður hefi nefnt, eiga kr. 300.000.00 að ganga til nýrra kirkjubygginga í Reykjavík. Ríkið hafði, sem eigandi Dóm- kirkjunnar, þá skvldukvöð á sér hvílandi að byggja kirkju við hæfi Reykvíkinga. Þessar kr. 300.000.00, sem ég mintist á og eiga að greiðast á næslu 35 árum, ganga því sem álag á Dómkirkjuna til byggingar nýrra kirkna hér í bænum; fyrst kr. 100.000.00 til kirkjunnar á Skólavörðuhæð, en síðan skiftast kr. 200.000.00 milli þriggja hinna nýju presta- kalla. Ætti þetta að vera hinum nýju söfnuðum livöt til þess að hefjast nú lianda um mikið starf fyrir kirkju- byggingarhugsjónina. Bygging Skólavörðukirkjunnar ætti að verða luigsjón ekki aðeins Reykvíkinga, heldur allra íslendinga. Vér þurfum að eiga að minsta kosti eina stóra, veglega, fagra kirkju. Fögur kirkja er út af fyrir sig áhrifarík prédikun og á mátt til þess að hefja lijörtun hærra til Guðs.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.