Kirkjuritið - 01.10.1940, Qupperneq 27

Kirkjuritið - 01.10.1940, Qupperneq 27
Kirkjuritið. Kirkjumál Reykjavíkur. 307 Kirkjan á Skólavörðuhæð á að rísa há, listræn með leiftr- andi ljósum í turni, er sjáist upp til fjalla og langt á liaf út, veitandi ljósi yfir höfuðborgina og innra ljósi í lmga vorn og hjörtu, bendandi upp til hans, „sem gefur líf og andardrátt og sérhvað annað“. Já, en þetta kostar svo mikið fé, kann einhver að segja, að vér rísuin ekki undir því. Slík kirkja mundi sjálfsagt kosta miljón krónur. Já,---ef til vill. En þjóð, sem eyðir 7 miljónum króna í nautnameðul á ári, í hluti, sem jafnvel neytendurnir flestir eða allir, telja í raun og veru algeran óþarfa, hún á að geta reist sér kirkju með góðri samvizku fyrir 1 miljón króna. Þeirri miljóninni er ekki kastað á glæ. Kirkjan stendur. Inn í hana ganga kynslóðirnar öld eftir öld. Hún er hið andlega athvarf þúsundanna á helg- ustu, erfiðustu og sárustu stundum æfinnar, bygð til að vera leiðarljós kynslóðanna á göngu þeirra að æðsta mark- miði lífsins. Maður, sem tilheyrir ekki vorri kirkjudeild á að liafa sagt um oss: „Já, — svona eru lúterskir menn“. Þeir geta reist stórhýsi yfir sjálfa sig svo hundruðum og jafnvel þúsundum skiftir, sem kosta 40—60 þúsundir króna hvert, eða meira en það, en sameinaðir geta þeir ekki hygt eina einustu kirkju, sem kirkja gæti kallast. Við sjáum mí til. Annars er nú þvi til að svara, að þótt íslenzkar kirkjur séu ekki liáreistar, þá hafa þrekvirki mörg verið unnin á þessu sviði í landi voru. Fátækir og fámenn- ir söfnuðir liafa þar oft sýnt frábæra fórnarlund. Síðan ég varð biskup, hefi ég vigt 5 kirkjur og mér finst að ég hafi ávalt við vígslu þeirra staðið gagnvart slíkum stað- reyndum. Fimtíu gjaldendur í einum söfnuði rcisa kirkju, sem kostar kr. 18.000.00. Á einum kirkjustaðnum tekur hóndinn sér fyrir hendur að hyggja sjálfur aleinn upp kirkjuna. Frá fyrri tímum mætti segja margar fagrar sögur þessu til staðfestu. Fjársöfnun til nýrra kirkna i Reykjavík er hafin og nú þegar liafa ýmsir gefendur lagt fram góðan skerf. Rikis-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.