Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 33

Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 33
Kirkjuritið. Kirkjan í skóginum. Til er gömul norsk þjóðsögn á þessa leið: Lítil kirkja stóð inni í fögrum skógivöxnum dal. Þegar árin liðu tæmdist dalurinn af fólki. Kirkjan féll í gleymsku, gras óx yfir stíginn og þétt skógarkjarr tók að hylja kirkjuna á alla vegu. Eftir áratugi reikaði veiðimaður einn inn i skóginn. Hann sá fallega hind og henti boga sinn og skaut til hennar. Örin misti marks og þaut inn i gegnum kjarrið. Þá kvað við veikur hljómur gamallar kirkjuklukku. Veiði- maðurinn brauzt inn í gegnum kjarrið og þá blasti við sjónum hans hin gleymda kirkja. Þannig leynist trúin i hvers manns brjósti og þegar minst varir getur þar kveðið við liljómur frá innsta grunni og leitt það hulda i ljós. Þetta skeður á þeim stundum, þegar menn fara að öðlast reynsluna, þegar þeir fara að finna, að þeir eru ekki einir eða einfærir um að komast áfram. Þegar alvara lífsins og sorgir taka að steðja að, þá finna margir livað þá vantar, finna hve langt þeir eru frá þvi að komast áfram án leiðsögu æðri máttar, og þá taka þeir að leita sér styrks í trúnni, hinni sönnu trú, sem ekki er fólgin i þvi að þylja ulanað hinar 3 greinar trúarjátning- arinnar. Mér verður oft hugsað til þess, þegar ég lieyri lýst eftir hát á vetrarvertíðinni, hvort ekki snúist hvert föður- og móðurhjarta til bænar fyrir þeim, sem þau eiga á hafi úti, og hvort ekki sameinast liugir þess, sem í hætt- unni er staddur og hugir þeirra, sem þrá liann heilan, í eina samstilta bæn, er lyfti hugum þeirra og hjörtum til hans, sem getur „hugað storma her“. Menn finna Guð og liandleiðslu hans í atburðaröðum áranna. Kanske finna þeir návist hans þegar er þeir hvíla

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.