Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 38

Kirkjuritið - 01.10.1940, Síða 38
318 Sigurgeir Sigurðsson: Oldóber. hvelfingu. í sæti mun hún taka 45 manns, en auk þess er gótf- rúm allgott. Kirkjan er turnlaus, með krossi. Hún er vandlega máluð, utan og innan. Að utan með ljósum veggjum og grænu þaki. Prédikunarstóllinn í kirkjunni er mjög gamall og merkilegur, frá 1690. Við vígsluathöfnina talaði sóknarpresturinn, auk bisk- ups. Eftir vígsluna nutu menn góðgerða í Berufirði, en síðan söfnuðust kirkjugestir allir úti á túni i veðurbliðunni, töluðu saman og sungu. Haukadalskirkja í Árnesprófastsdæmi var vígð sunnudaginri 8. septembcr. Er kirlcjan, sem kunnugt er,endurbygð fyrir fé, er Kristian Kirk gaf í þessu skyni. Upphaflega var þessi kirkja reist árið 1843 og er liún nú endurbygð i hinni sömu mynd, og alt, að segja má, nýtt, nema prédikunarstóllinn. Að visu var sá efniviður, sem nýtilegur var úr gömlu kirkjunni, notaður aftur. Aðalsmiðirnir við framkvæmd verksins voru húsasmíðameistar- arnir Björn' Rögnvaldsson og Böðvar Bjarnason, en fyrir hönd kirkjueigandans var hér að verki skógræktarstjóri ríkisins, Hákon Bjarnason, sem hefir látið sér einkar ant um að vilji eigandans yrði framkvæmdur, og að verkið færi á allan liátt vel úr liendi. Kirkjan er 12 X 6 m. að stærð og tekur í sæti 70 manns. Mun kirkjan hafa kostað kr. 9000.00. Frú Bjarndís Bjarnadóttir liefir gert hökul og rikkilín handa kirkjunni af mikilli smekkvísi og vandvirkni. Haukadalskirkja er sérlega fögur og dáðust allir þeir, er hana sáu vigsludaginn, að hve vandað hefði verið til hennar á allan hátt. Mintist biskup gefandans meðal annars með þessum orðum: Þegar endurbyggingar Haukadalskirkju er minst í dag, þá hag- ar hér svo einkennilega til, að sá maðurinn, sem að baki þessa verks stendur, liafði aldrei litið þenna stað augum, né land vort, Island. Hann unni, sem kunnugt er, menningar og mannúðarmál- um og styrkti þau og st'uddi af miklum auði, er honum hafði safnast. Nafnið Kristian Kirk kemur í huga okkar allra í dag. Fyrir viðkynningu við islenzka menn í Danmörku og danska menn, sem voru vinir íslands, var áhugi hans vakinn á landi voru og þjóð og menningu vorri. Hann rétti oss hönd sína, sem kunnugt er, með því að kaupa Haukadal og gera hér friðland fyrir nýjan skógargróður og reisa að nýju þessa kirkju, sem nú á sinn vígsludag. Vafalaust hafði hann liugsað sér hér ýmsar stórar framkvæmdir í sambandi við þennan stað, á komandi ár- um. Gjöf hans er nú fengin íslenzku þjóðinni í hendur og þá einnig hugsjón hans. Jafnframt því, sem vér nú hér í þessari kirkju þökkum hið fallega verk, sem hann hefir látið vinna, hörm-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.