Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 39

Kirkjuritið - 01.10.1940, Page 39
Kirkjurítið. Kirkjuvígslur í sumar. 319 um vér örlagaveðrið, sem yfir hann dundi og fráfall hans. Þakk- læti vort birtist í hlýjum hugsunum og hljóðri bæn......“ Við vígsluathöfnina var vrðstaddur, prófasturinn í Á'rnes- prófastsdæmi, séra Gísii Skúlason; ennfremur præp. hon. Ólafur Magnússon í Arnarbæli, sóknarpresturinn séra Eiríkur Stefáns- son og séra Guðmundur Einarsson á Mosfelli. Þá var bar og við- staddur dr. theol. Jón Helgason biskup og sendiherra Dana. Þjón- aði prófasturinn fyrir altari, en prédikun flutti sóknarpresturinn. Eftir vígsluna komu allir þeir, er viðstaddir voru, saman í tjaldbúð, er Hákon Bjarnason skógræktarstjóri liafði látið reisa, bæði til þess að njóta þess, er þar var fram borið og til þess að hlýða á ræður. Töluðu þar Hákon Bjarnason, sendiherra Dana og biskup. Sigurgeir Sigurðsson. Séra Jón Skagan. Á síðastliðnu hausti átti séra Jón Skagan 15 ára prestskapar- afmæli, og höfðu þau hjónin hann og kona hans, Sigriour Jenný Gunnarsdóttir, þá dvalið öll þessi 15 ár í Landeyjaprestakalli. Eru þau mjög vinsæl á meðai sóknarbarna sinna, enda heimili þeirra gestrisnis og rausnarheimili hið mesta. í tilefni af starfs- afmælinu kom sóknarnefnd Krosssóknar heim til prestshjónanna síðastliðinn Þorláksmessudag og færði þeim að gjöf fagurt og vandað málverk af Austur-Landeyjum, með Eyjafjallajökli í bak- sýn. Áletraður silfurskjöldur var greyptur í rámma málverksins. og voru þar letruð þessi orð: ,,Minning og þökk fyrir 15 ára starf — frá söfnuði Krosssóknar. Sigurgcir Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.