Kirkjuritið - 01.07.1941, Qupperneq 4
242
Þrestastefnan.
Júlí.
Austur- og Norðurlandi til prestastefnunnar. Enn þótti mér gott
að geta gefið sem flestum prestum kost á að sjá þessa veglegu nýju
kirkju, sem er veglegasta kirkjan, sem á íslandi hefir verið reist í
lúterskum sið. Vona ég, að þessi tilhögun mælist vel fyrir yðar á
meðal, og að prestastefnan megi verða yður ánægjuleg og blessun-
arrík, að þér farið héðan með góðar endurminningar um ánægju-
iegar samvistarstundir.
Þegar vér skildum á síðustu prestastefnu, voruin vér á einu
máii um það, að fyrir margra hluta sakir væri dimt í lofti. Vér
horfðum með nokkurum ugg og kvíða fram til ókomna tíinans. Ó-
friðurinn geisaði í umheiminum, land vort var hernumið og erfitt
var að sjá veginn. Vér litum svo á, að ekki aðeins í ytra skilningi.
iieldur einnig í innra skilningi, svifu skuggar í lofti yfir voru ást-
kæra föðurlandi og þjóð. Vér báðuin Guð að vernda og vaka yfir ís-
landi og bægja hættunum burtu frá oss. Þegar vér íhugum það, hvað
fram liefir farið úti í heiminum, og livað margar þjóðir hafa orðið
að ganga í gegn um og þola, þá eigum vér vissulega margt og mikiö
að þakka. Vér höfum þó ekki, eius og öllum oss er kunnugt, komist
lijá því að liljóta sár af völdum liins grimmilega liildarleiks. Þjóðin
á margra dýrmætra og ástfólginna sona að sakna, og sumir þeirra
létu líf sitt með sama sorglega hætti og svo margir bræður þeirra,
sem um heimshöfin fóru í þjónustunui fyrir land sitt og þjóð. ís-
lenzka kirkjan hefir minst þessara föllnu sona og fundið sárt til
með ástvinum þeirra og reynt að milda sárin, sem eftir voru og
sefa harminn. Þjóðarsorg var í landi, 'en minningarnar eiguni
vér góðar um dáðrika menn, sem með hetjulund gengu á mótv
dauða sínum. —
Guð er trúr. Hann lét sumarsól renna upp yfir íslandi. Gróður
jarðar sprettur fram í blíðu sumarsins, og í bjargræðisbaráttunni
opnast enn leiðir, koma enn tækifæri, alt er það vottur um varð-
veizlu Guðs vors lands og handleiðslu.
En skuggarnir eru enn ekki allir flúnir. Öllum íslendinguni
lcemur saman um, að vér lifum á hinum alvarlegustu tímum. Það
eru ekki aðeins ytri stórfeldar hættur, sem yfir virðast vofa, sem
ég á við, lieldur einnig og, ef til vill, öllu fremur margvíslegar
inuri hættur, sem aldrei hafa verið meiri en nú. Það er mikil-
vægt, að vér kirkjunnar menn höfum opin augu fyir þessum stað-
reyndum. Það er altaf nokkur iiætta á því, að þjóðin loki augum
fyrir slíkum liættum. En þó er það kirkjunnar brýna hlutverk að
vaka og vinna. Sennilega verða verkefni lieilagrar kirkju með
þjóðunum aldrei stærri en á ófriðartímum. Þá flæða ný óholl a-
lirif og straumar inn í þjóðlífið, sem eru hugspillandi. Þetta á sér