Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 10
248 Prestastefnan. Júlí. blessunaróskir kirkjunnar fylgja þeim og bæn um hamingju- ríkt, farsælt og bjart æfikvöld. — Úr hópi hinna elztu sóknarpresta landsins liefir einn prestur enn látið af embætli frá síSustu fardögum. Er það séra Thcodór Jónsson á Bægisá í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Séra Theodór er fæddur 16. maí 1866 á Auðkúlu. Hann útskrifaðist úr latínuskól- anum í Reykjavík 5. júlí 1886 og úr prestaskólanum 24. ágúst 1888. Veitingu fyrir Bægisárprestakalli fékk hann 12. júlí 1890. Varð liann „jubil-prestur“ árið 1940 og er 75 ára, er hann lætur af prestsskap. Hann þjónaði Bægisá alla tíð. Kvæntur er hann Jóhönnu Gunnlaugsdóttur prests Gunnarssonar. -— Hefir liann átt vinsældum að fagna í prestsskapartíð sinni, enda hefir hann átt ýmsa þá fegurstu eiginleika í fari prestsins, hógværð og yfir- lætisleysi. Störf sín rækti hann af samvizkusemi, og koniu mér i hug, er ég tók að kynnast honum nokkuð, orðin frægu: „Skarl yðar sé ekki ytra skart, heldur sé það hinn huldi maður lijart- ans, sem hirtist í búningi hógværs anda, sem dýrmætur er í augum Guðs“. Kirkjan þakkar hinum aldraða presti dygga þjón- ustu og óskar Jiess, að hann megi njóta farsælla ellidaga á þeim stað, sem honum er kærastur, þar sem hann vann æfistarf sitt, og njóti verndar Guðs. — Af yngri prestum hafa tveir prestar látið af prestskap. Hinn fyrri er séra Björn 0. Björnsson, er var prestur i Iiöskuldsstaða- prestakalli i Húnavatnsprófastsdæmi, og séra Þorsteinn Ástráðs- son, er Jjjónaði Staðarhraunsprestakalli í Mýraprófastsdæmi. — Séra Björn hætti prestsskap i því skyni að gefa sig aflan við hlnu mesta áhugamáli sínu, útgáfq timaritsins „Jörð“, sem hann ekki taldi sig geta sint eins og hann óskaði með þvi að gegna samtímis annríku prestsembætti. Hugur hans er eigi að síðm' hinn sami til þeirra mála, sem hann liingað til hefir sérstak- lega helgað starfskrafta sína, eins og vel kemur fram í riti hans. Er lionum ant um að styðja og styrkja kirkju og kristni landsins eftir mætti, og veit ég, að hann lætur einskis ófreistað i því efni. Eg þakka honum störf hans í þjónustu kirkjunnar og fram ber einlægar óskir um, að hann megi sjá hugsjónir sínar, sem hann öllu vill fórna fyrir, rætast. Séra Þorsteinn Ástráðsson liefir látið af embætti sínu vegna heilsubrests, sem liin síðustu ár liefir háð honum mikið. Hann hefir rækt störf sín í þjónustu kirkjunar af trúmensku og skyldu- rækni og á hvers manns velvild og samúð, þeirra er honum kyntust. Er Joað tilfinnanlegt og viðkvæmt mál, að hann á tú" tölulega ungum aldri skuli vegna sjúkleika verða að liætta störf- um, og veit ég, að honum er það sársaukaefni. Jafnframt því sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.