Kirkjuritið - 01.07.1941, Page 19
KirkjuritiíS.
Prestastefnan.
257
SíðasliÖiS sumar visiteraði ég, eins og kunnugt er, Suður-
Múlaprófastsdæmi. Það var ánægjuleg för og mér minnisstæð.
Vísítazíurnar voru fjölsóttar og samstarfið við presta og söfnuði
Prófastsdæmisins mjög hugljúft. í þessari ferð átti ég nokkurn
bátt í, að Prestafélag Austurlands var stofnað að Ketilsstöðum á
Völlum. í sumar hefi ég ráðgert að vísitera Norður-Múlaprófasts-
dæmi. Hefi ég hagað þvi svo vegna þess, að til þessa hefi ég
verið einna minst kunnugur á Austurlandi og starfi kirkjunn-
ar þar.
Kirkjuráðið hefir starfað, eins og venja er til, og haldið all-
marga fundi á árinu. Það tók til meðferðar allflest mál, sem fyr-
ir þessu síðasta Alþingi voru, og studdi þau eftir mætti. Hið sama
er að segja um presta þá, er á Alþingi eiga sæti. Starfið hefir
viða i söfnuðum landsins gengið að óskum. Virðist mér, að
kirkjusóknin fari yfirleitt vaxandi, og áhugi fólks fyrir starfi
kirkjunnar glæðist. Ýms mál hafa verð á döfinni, sem athygli
alþjóðar liafa vakið. Má þar tii nefna kirkjumál Reykjavikur, og
afrek það, sem unnið hefir verið með kirkjubyggingunni hér á Ak-
ureyri. í Reykjavík er fjársöfnun hafin í öllum nýju prestaköll-
unum til kirkjubygginga. í Laugarnesprestakalli er fjársöfnunin
komin það langt, að ekki er vonlaust um, að þar verði hafist
danda um kirkjubyggingu á þessu sumri. í Hallgrímsprestakalli
starfar 30—40 manna fjársöfnunarnefnd og í Nesprestakalli 15
uianna nefnd. Kirkjusöngsveitir liafa veriö stofnaðar i öllum
Prestaköllunum, og veit ég, að þar er í vændum merkilegt kirkju-
legt starf. Ég tel það hiklaust kirkjulegan viðburð, að i fyrsta
sinni hafa í Reykjavík verið flutt tvö af stærstu kirkjulegu tón-
verkum heimsins: Sköpunin eftir Haydn og Messias eftir Handel.
Éiga þeir, sem þar ruddu brautir, skyldar miklar þakkir.
1 fyrra sumar var byrjað á að reisa Hallgrímskirkju i Saur-
5æ, með því að grunnurinn var lagður. Mér er ekki að öllu leyti
kunnugt um, hvað Hallgrímsnefnd ætlast fyrir, en ekki er ólík-
^egt, að nokkur dróttur verði á frekari framkvæmdum. Þó full-
yrði ég ekkert um það.
Við guðfræðideild Háskólans hefir verið unnið eftirtektarvert
starf, er hófst með stofnun sunnudagaskóla, sem guðfræðistúdent-
ar ásamt kennurum deildarinnar hafa starfað að. Sunnudaga-
skólinn starfaði hvern sunnudagsmorgun eftir að hann tók til
starfa við ört vaxandi aðsókn.
Veiting Hallgrímsprestakalls í Reykjavikurprófastsdæmi vakti
ullmikið umtal, sem kunnugt er. Afstaða mín í því máli er yður öll-
Uln kunnug, og skal ég ekki fjölyrða um hana. Eru þær raddir nú að
mestu liljóðnaðar, en eigi skal því neitað, að nokkurt sársaukaefni