Kirkjuritið - 01.07.1941, Qupperneq 21
Kirkjuritið.
Prestastefnaii.
259
ganga til nefndar, er skipuð var þessum prestum: Séra Friðriki J.
Rafnar, séra Árna Sigurðssyni, séra Jakobi Jónssyni, séra Sigurði
Pálssyni og séra Friðrik A. Friðrikssyni. Lagði nefndin svoliljóð-
andi tillögur fyrir fundinn, sem allar voru samþyktar:
I.
„Prestastefnan ályktar, að nauðsyn beri til að gera eftirfar-
andi ráðstafanir i sambandi við æskulýðsstörf kirkjunnar:
a. að biskup gefi lit reglugjörð um lágmarkskröfur um ferm-
ingarundirbúning,
b. að biskup gangi í nefnd, ásamt 4 mönnum, sem liann kveðji
til, og annist nefndin útgáfu nýrrar kenslubókar í kristnum
fræðum og liraði þvi verki svo, sem verða má,
c. að prestum landsins sé gert að skyldu að lialda áfram kristi-
legu starfi með fermingarbörnum sínum fyrstu árin eftir
ferminguna, eftir því sem unt er“.
II.
„Prestastefnan kýs 5 manna nefnd lil að rannsaka möguleika á
aukinni útgáfustarfsemi kirkjunnar og undirbúa framkvæmdir i
þá átt‘.
I nefndina voru kosnir: Séra Jakob Jónsson, séra Sigurbjörn Ein-
arsson, séra Árni Sigurðsson, séra Sveinbjörn Högnason og séra
Jón Thorarensen.
III.
„Prestastefnan ályktar, að brýna nauðsyn beri til, að prestar
landsins efni til skipulegrar samvinnu við lækna og lögreglu-
stjóra og barnaverndarnefndir til að afstýra þeim siðferðislegu
°g þjóðernislegu hættum, sem stafa af dvöl erlends setuliðs i
prestaköllum þeirra.
Telur prestastefnan nauðsynlegt og sjálfsagt, að kirkjustjórnin
fái fjárveitingu til að standast þau útgjöld, er leiði af framkvæmd
þeirra ráðstafana, er nauðsynlegar þykja í þessu efni“.
IV.
„Prestastefnan skorar á ríkisstjórnina að loka útsölum áfengis-
verzlunar ríkisins, meðan erlent setulið er i landinu og örðug-
leikar eru á aðflutningi nauðsynja til landsins“.
í sambandi við aðalmál prestastefnunnar voru einnig samþyktar
fftirfarandi tillögur frá einstaka prestum og biskupi:
Frá séra Gunnari Árnasyni: „Prestastefnan samþykkir, að
sóknarnefndirnar sjái um, að íslenzkur fáni sé í hverri kirkju
fyrst um sinn.