Kirkjuritið - 01.07.1941, Page 25

Kirkjuritið - 01.07.1941, Page 25
Kirkjuritið. Prestastefnan. 263 Að lokinni prestastefnunni, kl. 9 á laugardagskvöldið, söfnuð- ust synodusprestar og viðstaddar konur þeirra saman i gilda- skála Kaupfélags Eyfirðinga í boði biskupslijónanna og áttu þar ánægjuríka skilnaðarstund, þar sem ræður voru fluttar undir borðum og söngvar sungnir. Sátu það boð ennfremur sóknar- nefnd Akureyrar, Vilhjálmur Þór bankastjóri og Páll ísólfsson dómkirkjuorganisti. Að síðustu var svo haldið upp í Akureyrar- kirkju, þar sem biskup flutti bæn, en leikið var veikt á hljóðfæri kirkjunnar á meðan. Var svo sálmurinn: „Son Guðs ertu með sanni“ sunginn að skilnaði. Sunnudaginn 29. júni prédikuðu aðkomuprestar í nokkurum ná- lægum kirkjum, eftir því sem við var komið. Hálfdan Helgason. Aðalfundur Prestafélags íslands verður að öllu forfallalausu haldinn föstudaginn og laugardaginn 10. og 11. okt. í Háskólanum. Dagskráin verður i aðalatriðum á þessa leið: Föstud. 10. okt. Guðsþjónusta í Háskólakapellunni. Skýrsla félagsstjórnar. Ársreikningur. Nefndarkosning (kirkjuþing). Umræður um skýrslu félagsstjórnarinnar, sérstaklega um útgáfu nýrra prestaliugvekna. Kaffihlé. Aukaverlc. Framsaga og umræður. Altarissakramentið. Framsaga og umræður í í Háskólakapeliunni. Kvöldbænir. I. II. III. IV. V. VI. Kl. 10. f. li. — 11 f. h. — 2 e. h. — 4—5 e. li. — 5—7 e. h. — 8,30 e. h. Laugard. 11. okt. I. Kl. 9.30 f. h. II. — 10 f. h. III. — 2 e. li. IV. — 4 e. h. V. — 5 e. h. VI. — 6 e. h. Morgunbænir. Veiting prestakalla. Framsaga og umræður. Kirkjuþing. Nefnd skilar áliti um málið. Um- ræður. Sameiginleg kaffidrykkja. Mál, sem upp kunna að vera borin. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Fundarslit. Guðsþjónusta með altarisgöngm Biskupsvísitazía. Sigurgeir Sigurðsson biskup hefir nú í þessum mánuði yfirreið um Norður-Múlaprófastsdæmi og messar þar í öllum kirkjum. Mun nánar sagt frá yfirreið hans í næsta hefti Kirkjúritsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.