Kirkjuritið - 01.07.1941, Page 26
Júlí.
Sumarlandið.
(Vorhug-leiðing).
„í upphafi skapaði Guð himin og jörð. En jörðin var
þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og Guðs
andi sveif yfir vötnunum. Þá sagði Guð: Verði Ijós! og
það varð Ijós. Og Guð sá, að ljósið var gott....“ (1.
Mós. 1, 4).
Það er komið vor, blítt vor og undurmilt, það sem af
er, eftir óvenjumildan vetur, kyrran og sólbjartan. Vér
liöfum ekki farið varhluta af sólarljósinu, jafnvel með-
an sólargangurinn var lágur — meðan aðdragandinn til
vorsins þráða leið, vorsins, sem nú er runnið yfir oss.
Nótt er nú um skeið ekki til, heldur sífeldur dagur.
Hvílíkur munur eða um vetrarsólhvörf, þegar hæturnar
svo að segja leggja saman, og dagurinn birtist augna-
blik, eins og til að minna á, að hann hafi ekki kvatt með
öllu.
Hugir vorir eru ljóselskir. Oss er þá fyrst tilveran kær
og við brosandi, er vér mætum meira ljósi, meiri hlýju,
meiri fegurð. Vér mætum lífinu. Vér finnum streyma um
oss kraft hins nýja lífs — hins nýja skapandi lífs. —
Vér skerpum sjón vora, mitt í sumardýrð, betur en ella
á sannleiksgildið í orðum spekingsins með Gyðingum,
að myrkur og kuldi, auðn og tóm hvíldi eitt sinn yfir og
umhverfis þá jörð, er nú ljómar í sól og framleiðir, í
röð tímanna, hina fjölbreyttu ávöxtu lifsins, miljónum
manna og málleysingja til sköpunar, viðhalds og vaxtar.
Sá er tilgangur Guðs með meira ljósi.
„Og Guð sá, að ljósið var gott“. Skyldum vér ekki geta
tekið undir það? Skyldum vér ekki liafa reynslu fyrir