Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 32
270 Vigfús Guðmundsson: Júlí. Loftið neðra, sem hér er talað um, finst hvergi nefnt í öðrum heimildum, nema ef það er sama og „Pulpitum" það, er var „fyrir ofan dyr“ kirkjunnar 1802. Vegna fúans hefir loft þetta verið tekiö alveg burt skömmu síðar, eða fyrir 1875. Eflaust hefði Pétur biskup nefnt það, ef þá hefði verið nokkuð eftir af þvi. 1860. Ekki er þá enn húið að gera við fúann í kirkjunni. Kirkju- garðurinn hefir þá verið færður út að norðanverðu, og átti að vígja útfærsluna við fyrsta tækifæri. 1862. Talað um góða aðgerð á aðalloftinu. Bitar voru sumir settir nýir, en skeytt við aðra að sunnanverðu. Loftið, altarið og fleira, var málað og veggir kalkaðir. Ekki er kirkjan þó enn „frí við leka á sumum stöðum, einkum á suðurhlið". 1864. Nýir stólar hafa verið settir i kirkjuna og bekkir í kórinn, allir málaðir. „Altaristafla er nú sett hér upp, sú sem til forna var í dómkirkjunni". — Bætt við 4 messusöngsbókum. 1866. Kirkjan í góðu lagi, nema þakið lekur á suðurhlið, af þv> að „listar eru víða losnaðir af fúa. Einnig fennir á veturna á loftið, undir þakbrúnina. Fótur bilaður undan skírnarfontinum. enda er skírnarfatið óhentugt. Við alt þetta þarf að gjöra“. 1868. Ógert er þá enn (28. sept.) við nefnda galla. Á þessu ári var Grimur Thomsen (sonur Þorgríms) orðinn eigandi jarðar og kirkju. 1870. Byrjað er þá að gera við þakið, og er kirkjan talin í góðu lagi. Sjóður hennar talinn 118 rd. — Þetta er síðasta vísitazía Ól. próf. — Þór. Böðv. tók við 1871. 1875. Eina vísitazía Péturs biskups á Bessastöðum. Ivirkjan „stórt og tígulegt guðshús", steinhús með timburþaki. Gluggur bogadregnir 4 á hvorri hlið, og „5. uppi yfir svokölluðum sal. sem er gamalt sæti stiftamtmanns“.*) Á loftinu eru 2 gluggar, á austurgafli og norðurþekju. „Eigandi, hr. Gr. Th., liefir i hyggju að gjöra það, sem gjöra *) Gluggi þessi var ofarlega á miðjum norðurvegg, gegnt prU' dikunarstólnum. Síðar var múrað upp í hann, og „salnum" breytt- *’) Askja þessi er nú i safni Vídalins í Þjóðminjasafninu. Hun var um sinn i eign þeirra Vídalínshjóna, og gerð líking af henni. sem er á Bessastöðum. Þaðan fékk J. Vídalín öskjuna á dögum Jens prófasts í Görðum, og kom út af því kæra til stjórnarráðs og biskups. En kæran féll niður, með því, að Hallgrímur biskup taldi séra Jens hafa fremur sóma en vansa út af afskiftum hans af þvi máli. (Sjálfsagt fengið loforð um, að askjan kæmi til lands- ins aftur. — Myndir af öskjunni og nákvæm lýsing er í Árbók Fornl.fél. 1912, 48).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.