Kirkjuritið - 01.07.1941, Side 39

Kirkjuritið - 01.07.1941, Side 39
Kirkjuritið. Ferð uni Suður-Þingeyjarprófastsd. 277 að hœgt væri að koma þar saman. Við dvöldum i Mývatnssveit 16. júní og athuguðum möguleika á þvi að koma á messu í annari hvorri kirkjunni, en að athuguðu máli hættum við við það og héldum til Húsavíkur um morguninn 17. júní. Var messað þar kl. 2 e. h. og starfinu þar með lokið. Séra Þorgrímur á Grenjaðarstað fylgdi okkur til Húsavíkur og þjónaði þar fyrir altari við messuna, sem var hámessa, en prófast- urinn var því miður ekki við, því að hann fór að lieiman um það leyti, sem við komum í prófastsdæmið. Annars er það um viðtök- urnar að segja, að þær voru hinar ágætustu hjá öllum prestunum fjórum, og gjörðu þeir alt það, er þeir gátu, til þess að! ferðin og dvölin kæmi að notum og yrði okkur til ánægju. Kirkjusókn var hinsvegar misjöfn, og var einkum fátl af ungu fólki. Var borið við annríki og inflúenzu, en það áhugasama fólk, sem kom til okkar, tók okkur með hlýju og þakklæti. Þessi er þá frásagan í fáum orðum, og er hún hvorki löng né viðburðarík, en ferðin gaf mér efni til nokkurra hugleiðinga, sem ég vil láta fljóta með. Þess er þá fyrst að geta, að ekki líta allir sömu augum á ferða- lag sem þetta, og þykir mér því rétt að skýra nokkuð frá skoðun minni á því efni, enda þótt ég haldi því ekki fram, að skilningur minn og skoðun séu hin einu réttu. Markmiðið með heimsókn sendimanna í fjarlæg héruð er það, að fólkið, sem býr fremur afskekt, fái að heyra nýja menn og þá sennilega jafnframt ný sjónarmið, og að því gefist um leið nokkur tilbreyting í fásinninu. Hitt þarf mönnum lika að vera Ijóst, að þetta eru ekki nokkurskonar húsvitjanir, eftirlits og mnvöndunarferðir, því að þá mætti með nokkurum rétti segja, að það væri að byrja á öfugum enda, að byrja í sveitunum en ekki í kaupstöðunum, eins og látið var í ljósi í einni kirkjunni. Hvort- tveggja, ræðan og erindi leikmannsins, á að vera til uppbygging- ar, vekja til umhugsunar og fá fólkið til þess, að líta á trúmálin frá fleiri hliðum en áður og, ef verða mætti, með nýjum og réttari skilningi. Að þessu eiga umræðurnar einnig að stuðla, ef ein- hverjar verða. Það er tilætlunin að sýna, að trúmálin eru ekki .,dauð“ mál, sem eru komin út af dagskrá, heldur mikilvæg og áríðandi mál, aðkallandi og örlagarík. Þess er vitanlega enginn kostur, á ferð sem þessari, þar sem aðeins er hægt að flytja eitt trindi á hverri kirkju, að taka trúmálin til meðferðar yfirleitt, heldur verður að láta sjer nægja, að gripa á einhverju mikilvægu atriði. í erindum mínum, sem voru þrjú alls, tók ég þannig þrjú atriði til meðferðar, eitt trúarlegt, eilífðartrúna, og tvö félagsleg

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.