Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 46

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 46
44 KIRKJURITIÐ mjög gamalt. Ástæðan er ekki sízt sú, segja þeir, að í handritinu er starfi æðsta prestsins lýst með þeim hætti, sem ekki varð fyrr en tiltölulega seint. Þá gat ræðumaður þakkarsálmanna. Hann gaf sýnis- hom af þeim: Ég þakka þér, herra, að þú hefir varðveitt mig. Þér á ég hvert fótmál að þakka. Þú ert hjá mér í kærleika þinum. Övinir mínir féllu sjálfir í snöruna, sem þeir höfðu búið mér. Sálmamir eru mjög í stíl hinna eldri sálma, sem finnast í G.t. — Þó virðist koma fram í þeim meiri forlagatrú en í G. t., meira „allt er frá Guði“. — Sálmarnir sýnast í því tilliti líkjast Damaskusritinu. Hefir sambandið á milli verið rannsakað. Kemur í ljós, að auk skyldleika í efnismeðferð er skyldleiki í orðavali, hafa þegar fundizt tvö orð, sem ekki finnast annars staðar en í Damaskusritinu og fyrr- nefndum þakkarsálmum. Innihald sértrúartextanna er næsta athyglisvert, hélt fyrirlesarinn áfram. — Ritskýringamar yfir Habakúk sýna, að sú tegund bókmennta er miklu eldri en áður hefir verið ætlað. — Ritskýringarnar bera það með sér, að rit Habakúks hefir notið mikils álits. Þá sneri fyrirlesarinn sér að fyrri flokknum: Handrit- um Gamla Testamentisins. Athygli fræðimanna hefir að sjálfsögðu einkum beinzt að Jesaja-handritinu. Það er hið eina af ritum G. t., sem fundizt hefir í heilu lagi. — Sérstaklega bíða menn þess með óþreyju að vita, hvemig nýi textinn kemur heim við texta Massoringa, erfðatextann hebreska. — Það, sem vitað er á þessu stigi málsins, virðist benda til, að ekki sé um mikið misræmi að ræða. — Það, sem á milli ber, má í sumum tilfellum skýra þannig, að afritarinn hefir heyrt eða skrifað skakkt. Þá má sjá dæmi um tvíritun og úr- fellingar. — Jes. 40. 7—8 versin líkjast í byrjuninni hvert

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.