Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 47

Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 47
BRÉF FRÁ SÉRA GUÐM. SVEINSSYNI 45 öðru. Annað er fellt niður. Á einum stað, þar sem Mass- oringa-textinn miðar við tíma og hefir á undan og á eftir, miðar nýi textinn við rúmið og hefir fyrir framan og bak við. Misræmið í efni og efnismeðferð er á þessu stigi máls- ins ekki aðalumræðuefnið, heldur einstakar orðmyndir, sem nýju textamir virðast geyma eldri og upprunalegri en Massoringatextinn. Samverjarnir hafa einnig varðveitt þessar orðmyndir í texta sínum yfir Mósebækurnar. Nýju textamir sýna, að þessar orðmyndir hafa varðveizt lengur í hebreskunni en ætlað hefir verið. Það sem eftir var fyrirlestrarins varð eins konar reikn- ingsskil við fræðimanninn Kahle, og skoðun hans á texta Massoringanna. Skoðun Kahle rakti ræðumaður í stuttu máli þannig: Eftir að Gyðingar höfðu lagt hebreskuna niður sem talmál, komst allt á reik og ringulreið fyrir þeim um lestur og rithátt hebreskunnar. Málið var dautt og málkennd þeirra fyrir því úr sögunni. — Er Arabar höfðu lagt undir sig lönd þau, er Gyðingar einkum byggðu, kynntust Gyðingamir Kóraninum og því, hversu Arab- amir höfðu reist helgiriti sínu fastar skorður. Þar mátti engu orði skeika. — Gyðingar komu fljótt auga á, hví- líkur styrkur þetta var í trúarlífinu. Hjá þeim vaknar áhugi fyrir að færa helgirit sín í sams konar skorður. — Þannig koma Massoringarnir fram. — Það eina, sem Mass- oringar hafa við að styðjast, er, þó merkilegt megi virð- ast, Kóraninn. Þangað sóttu þeir fyrirmyndina að þessu starfi og þangað sækja þeir ýmsar orðmyndir, sem senni- legt er, að Gyðingar aldrei hafi notað, þótt þær kunni að finnast sem leifar í frum-semitiskum málum. — Hebreskan á texta Massoringanna er því færð í stílinn, til gerð, og enginn veit, hversu upphaflega hefir verið lesið. Skoðun dr. Edelmanns er allt önnur. Hann er þó sam- mála Kahle í því, að Arabarnir hafi mest stuðlað að því að Massoringamir komu fram og leshætti textans var sleg-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.