Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 50

Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 50
HELGl SVEINS5DN: Það var á myrkri nóttu, og stormurinn æddi yfir hafið. Sögn, sem þannig hefst, lýkur oft með sorglegum við- burðum. Stundum endar slík ferðasaga í djúpi hafsins. — Það var á dimmri ofviðrisnótt, sennilega með hríðaréljum. Skip var að koma af hafi með timburfarm, segir sagan, og það hafði lent í miklum hrakningum. Nú var það kom- ið upp undir land, en miklum erfiðleikum var bundið að átta sig, og hvergi sást strönd. Útlitið var hið versta. Það var eins og himinn og haf hefðu lagzt á eitt um að tortíma þessu skipi. En þó var sjálft landið, föðurland áhafnarinnar, háskalegast af öllu, því að það hafði sker sin og grynningar í fyrirsát fyrir hröktum og áttavilltum bát í myrkrinu. Vindurinn stóð af hafi, en skipshöfnin vissi ekki, hvar hún var stödd, og þó að hún legði fram alla sína orku til að fá borgið sér og skipi sínu, vissi eng- inn, hvemig hinum ójafna leik myndi lykta. Ekkert var sennilegra en að bæði farið og farmennirnir mundu týn- ast í briminu einhvers staðar við ströndina. Var þá til nokkurt ráð til bjargar? Það var ekki í heimi myrkursins, stormsins og stórsjóanna. Það var aðeins til í heimi sálarinnar. Lélegar slysavarnir, mun einhver segja. En enginn skyldi þó vanmeta björgunarstarf hins andlega

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.