Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 6
244
KIRKJURITIÐ
hans, flokkur vaskra, ungra manna. Hann ávarpar þá
og sérhvern þann, er vill taka boðskap hans:
Þér eruð Ijós heimsins.
Hið sarna segir hann nú við ykkur.
Ég vildi óska, að þið heyrðuð hann tala og geymduð
orð hans í hjarta, svo að þið lifðuð eftir þeim.
Þér eruð Ijós heimsins.
I því felst það, sem Kristur orðar svo öðru sinni: Gæt
þess, að ljósið, sem í þér er, sé ekki myrkur. Verndið
það, svo að það verði aldrei sótugt rjúkandi skar. Haldið
því hreinu og tæru. Varðveitið hjartað framar öllu öðru,
því að þar eru uppsprettur lífsins. Vakið yfir hreinleik
þess. Sælir eru hjartahreinir, þeir, sem eiga barnslega
einlægt hjarta — hjarta, er elskar það, sem er satt og
fagurt og gott, ljós og líf.
Það á að vera aðalsmerki ykkar allra.
Til verndar því þarf bæði bæn og starf. Þið skuluð
biðja og iðja.
Þið sjáið, hvemig hvort tveggja fór saman í lífi Jesú.
Árla löngu fyrir dögun leitaði hann út í kyrrð náttúr-
unnar til þess að biðjast fyrir. Og þegar nóttin hófst
eftir langan starfsdag, hvarf hann frá mannfjöldanum
til bæna. Þess er jafnvel getið, að hann hafi verið alla
nóttina á bæn til Guðs. Svo náið var bænarsamfélag hans
við Guð, að hann sagði: Ég og faðirinn erum eitt. Þaðan
kom honum þrótturinn til starfa. Og hann gekk um kring,
gjörði gott og græddi alla, sem þráðu hjálp hans. Leitið
bænalífs með Guði. Fylgið dæmi feðra okkar og mæðra
kynslóð af kynslóð, sem hófu svo dagsverk sitt, er þau
gengu út undir blæ himins blíðan, að þau signdu sig og
báðu Guð að vera í verki með sér á hinum nýja degi og
létu hug sinn dveljast með honum í dagsins önn. Reynsla
þeirra, djúp og sönn, bendir ykkur. Eða hver er sá, sern
dirfist að segja um bænir móður sinnar, að þær hafi
verið blekking og hégómi. Svo er aldrei um neitt, er eykur
lífinu gildi. Vinnið störf ykkar í trú á Guð með dáð og