Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.06.1955, Qupperneq 14
252 KIRKJURITIÐ Allt sem sagt er um flutning hennar, eftir það' að hún er flutt af Hörgaeyri eða Klemensareyri, eða öll rifin, er heimildarlaus hugsmíði, og sama er að segja um beinaflutninginn norður yfir höfnina. Það er líklegt, að kirkjugarður Klemensarkirkju hafi fyrst verið vestan við Eyrina, því að þar virðist jarðvegur hafa verið nægilega djúpur, en síðan hafi kirkjugarðurinn verið fluttur undir Litlu-Löngu, er sjór fór að ganga inn með Eyrinni og brjóta landið þar vestur af og inneftir. Það er margt, sem sannar það, að kirkjugarður hafi verið undir Litlu-Löngu. Aagaard, sem hér var sýslumaður frá 1872—1891, lét grafa undir Litlu-Löngu og fann þar þá mannabein, og þegar ég var 10 ára að aldri, gekk ég þangað með öðrum pilti dag nokkurn eftir mikinn sjávargang og fundum þar, vestan við bólverkið, sem svo er nefnt, þrjár beinagrindur, sem lágu þar óskaddaðar að kalla frá vestri til austurs. Bein þessi voru tekin upp og flutt í kirkjugarð. Síðast fundust þar mannabein, er Sund- skálinn var reistur þar 1913. Þessi bein gátu ekki hafa borizt yfir höfnina í sjó, og fallið niður þar samföst. Slíkt er fjar- stæða, sem ekki þarf frekar að svara. Næsta kirkja er svo reist á Kirkjubæ, Nikulásarkirkja, helguð hinum heilaga Nikuiási, og hefir máldagi sá, er fyrr um getur, sennilega verið fyrsti máldagi hennar. í þessu sambandi skal það tekið fram, að það er því rangt, sem stendur í Sögu Vestmannaeyja, bls. 54, að kirkjan á Kirkjubæ hafi verið helguð St. Andrési. Sú kirkja, sem honum var helguð, stóð á Ofanleiti. Það er ennfremur rangt, sem sagt er í sóknarlýsingu séra Jóns Austmanns, bls. 146, og prentuð er í bókinni „Örnefni i Vestmannaeyjum“, að kirkjan á Kirkju- bæ hafi heitið Klemenesarkirkja. Þriðja kirkjan var reist að Ofanleiti (kirkjan fyrir ofan leiti, dregið saman í: Ofanleiti). Ekki er víst, hvenær hún var fyrst reist, en helguð var hún heilögum Pétri. Síðar, liklega er hún var byggð þar upp, var hún nefnd Andrésarkirkja. Um þessa nafnbreytingu mætti geta sér þess til, að hér hafi að nokkru ráðið veiðiaðferðir Eyjabúa. Pétur var dýrlingur þeirra, sem notuðu net að veiðarfærum, en Andrés var dýrlingur þeirra, sem notuðu handfæri, en sú veiðiaðferð hefir verið notuð her óslitið frá byrjun fram undir aldamót 1900. Árið 1573 verður sú breyting á kirkjunum hér, að þá er

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.