Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 16
254
KIRK J URITIÐ
að notast við gömlu kirkjuna, meðan verið var að reisa hina
nýju. Skal nú reynt með sem fæstum orðum að segja sögu
þessarar kirkju, eftir þeim heimildum, skráðum og óskráðum,
sem ég hefi yfir að ráða.
Um 1750 réð stjórnin það af, að láta reisa Landakirkju þá
úr steini, sem nú er, en framkvæmdir urðu litlar, þó telur dr.
Jón Þorkelsson, að stöpull hennar hafi verið settur í hana
1757 (sbr. Tyrkjaránssögu, bls. xxxv). Mun það ef til vill vera
sama og hornsteinn hafi verið lagður að henni, þ. e. fyrsti
steinninn, sem lagður var. Teikningu að þessari kirkju mun
hafa gert Nicolaj Eigtved, sá sem stóð fyrir byggingu Ama-
lienborgar í Kaupmannahöfn. — Lengra virðist byggingunni
ekki hafa miðað áfram að þessu sinni. Nicolaj Eigtved andað-
ist 1754 eða 20 árum áður en byrjað var fyrir alvöru á bygg-
ingu þeirri, steinkirkjunni, sem nú stendur hér.
í skjölum, sem bárust til íslands frá Danmörku 1928 og
geymd eru í Þjóðskjalasafninu, komu fram ýmsar upplýsingar
um byggingu Landakirkju þeirrar, sem hér um ræðir. Konung-
legur byggingameistari, að nafni Georg David Anthon (f. 1714,
d. 1781), sem gert hafði ýmsar teikningar fyrir stjórnina af
húsum hér á landi, t. d. stjórnarráðshúsinu, var falið að gera
teikningu af kirkjunni, gera kostnaðaráætlun og að ráða mann
til að standa fyrir byggingunni. Uppdráttinn gerði hann og
kostnaðaráætlun jafnhliða. Hann áætlaði, að kostnaðurinn við
bygginguna mundi verða 2735 ríkisdalir, en kostnaðurinn reynd-
ist 5147 ríkisdalir 69y2 skildingur. Það er því ekki ný bóla
hér á landi, þótt kostnaður við ýmsar byggingar fari fram úr
því, sem upphaflega var áætlað. — Allur kostnaður við bygg'
inguna var greiddur úr ríkissjóði.
Steinsmið réði hann, en af misgáningi réði hann hann Kristó-
fer Bergar, þýzkan steinsmið, til að standa fyrir smiði kirkj-
unnar, en átti að ráða bróður hans, Johan Georg Berger, sem
hafði verið hér á landi við múrsmíðar. Samningurinn var
gerður 21. maí 1774 og samþykktur af rentukammerinu 25. mai
s. á. Samkvæmt samningnum átti Berger að byggja „Grund
Muuret Kirke“ 27J/2 alin langa og 16 álna breiða. Til kirkj-
unnar voru auk timburs og áhalda: 1 vagn, 6 hjólbörur, 4
handbörur, 1 sleði og aktygi á 4 hesta, sendir ellefu þúsund
Flensborgar-múrsteinar og 900 tunnur af kalki. Það af efninu,