Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 20

Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 20
258 KIRKJURITIÐ 5. Kirkjugarður sá, sem enn er notaöur, en er í daglegu máli nefndur nýi og gamli kirkjugarðurinn. Sá gamli er sá hluti hans, þar sem Landakirkja var byggð 1631, eftir að Tyrkir brenndu hana á Fornu-Löndum. Gamli kirkjugarðurinn er í suðvesturhorni kirkjugarðsins, má þar sjá grafir ýmissa presta, til dæmis séra Ólafs Egilssonar, sem dó 1639. Þá skal hér að lokum minnzt prestanna hér í Eyjum. — Frá siðaskiptum voru 12 prestar á Kirkjubæ, en samtímis 15 prestar á Ofanleiti. Prestarnir voru tveir, þótt kirkjan væri aðeins ein, frá 1573. Síðasti tvíprestur á Kirkjubæ var Páll Jónsson, skáld. Prestur hér frá 1822—37. Hann lét af prestsþjónustu árið 1837, þegar Eyjarnar urðu eitt prestakall. Séra Páll drukknaði í Rangá árið 1846, 66 ára. Lík hans rak ekki úr ánni, en löngu síðar fannst lík sjórekið vestan Ölvusár. Þóttust menn ráða það af fötum á líkinu, að það væri lík séra Páls. Lík þetta var jarðað að Hjalla í Ölvusi. Síðasti tvíprestur á Ofanleiti var séra Jón Austmann. Hann var prestur hér frá 1827 til 1858, en þjónaði einn öllum Eyj- unum frá 1837. Af hinum tólf prestum á Kirkjubæ dóu 6 hér, 4 fluttu héðan, en um tvo þá fyrstu, þá Gissur Fúsason (Vigfússon), prest frá um 1545, og Jón Jónsson, prest frá 1583, er ekki vitað, hvar þeir báru beinin. — Af prestum á Ofanleiti dóu 14 hér, fjórir fluttu héðan, en um þann fyrsta, Berg Magnússon, sem varð prestur að Ofanleiti 1563, er ókunnugt. Á Ofanleiti þjónar nú 20. presturinn, og hafa því til þessa dags verið 32 prestar samtals á Kirkjubæ og Ofanleiti frá siðbót. Eins og fyrr getur, verður ekkert fullyrt um ævilok tveggja presta á Kirkjubæ og fyrsta prestsins á Ofanleiti. Hvorki prestatal Daða fróða Níelssonar, sem til er í handriti í Þjóðskjalasafninu og er frá 1849 (formáli handrits Daða er ritaður á Hólum í Hjaltadal 7. janúar 1849), né heldur presta og prófastatal séra Sveins Níelssonar, gefið út 1869, geta gefið nokkrar upplýsingar um þrjá fyrrgreinda presta. Sé litið yfir ævistarf þessara 32 Eyjapresta, sem fyrr greinir, þá dylst það engum, að Eyjabúar hafa yfir höfuð verið mjög heppnir með presta sína að mjög fáum undanteknum. Sumir prestanna hafa verið landskunnir merkismenn, eins og til dæmis séra Jón Þorsteinsson píslarvottur, sálmaskáld. Hann var lang-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.