Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 21
KIRKJRUNAR í VESTMANNAEYJUM 259 afi Jóns biskups Vídalíns, og séra Brynjólfur Jónsson, sem var Prestur á Ofanleiti frá 1852—1884 (dáinn 19. nóv. 1884), þar af 6 ár aðstoðarprestur hjá séra Jóni Austmann. Allt starf séra Brynjólfs Jónssonar hér var óslitið siðmenningar- og sið- fágunarstarf í þarfir Eyjabúa, bæði hinna eldri og yngri. Ritað í apríl 1948. * Ásólfsskálakirkja undir Eyjafjöllum vígð. Sunnudaginn 22. maí fór fram vígsla nýrrar kirkju að Ás- ólfsskála undir Eyjaf jöllum. Biskup íslands, dr. Ásmundur Guð- roundsson, framkvæmdi vígsluna. Hófst athöfnin með því, að prestsvígðir menn gengu til kirkju með biskup í fararbroddi og báru hina helgu gripi kirkjunnar, sem þeir afhentu biskupi fyrir altari. Er biskup hafði flutt vígsluræðu og lýst vígslu kirkjunnar, steig sóknarpresturinn, séra Sigurður Einarsson, í stólinn og flutti prédikun. í lok guðsþjónustunnar flutti for- niaður sóknarnefndarinnar, Þórður Tómasson rithöfundur, vallnatúni, ræðu, þar sem hann rakti sögu kirkjubyggingar- innar í stórum dráttum. Hefir söfnuðurinn sýnt mikinn áhuga og fórnarlund við kirkjusmíði þessa. Má nefna, að alls munu hafa verið gefnar uni 7000 vinnustundir við hana. Alls kostar kirkjan uppkomin Urn 300 þús. kr. Þarf mikið átak fyrir fámennan söfnuð að koma upp þessari kirkju. Alls munu safnaðarmenn vera tæp 200. Kirkjan er steinsteypt og tekur um 200 manns. Kirkjusmiður var Sigurjón Magnússon, Hvammi. Eftir að vígsluathöfninni var lokið, sátu allir kirkjugestir, sem því gátu við komið, hóf í boði sóknarnefndar í samkomu- húsinu að Heimalandi. Voru þar fluttar margar ræður og avörp og þakkir færðar þeim mönnum, sem mest og bezt hafa unnið að framgangi kirkjubyggingarmálsins. Sátu menn þar í góðum fagnaði til kvölds.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.