Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 29
Nýtt orgel í Hallgrímskirkju. Kvenfélag Hallgrímskirkju hefir gefið kirkjunni vandað Pípuorgel. Félagið hefir með því unnið þrekvirki. Þetta mun Vera stærsta, en alls ekki fyrsta gjöfin, sem félagið gefur kirkjunni. Með sinn ötula formann, frú Guðrúnu Ryden, í broddi fylkingar virðist það geta yfirstigið alla erfiðleika. Nokkru eftir að sá hluti kirkjunnar, sem búið er að byggja, Var fullgerður, ákvað félagið að gefa kirkjunni þessa gjöf. í orgelnefnd félagsins störfuðu frú Anna Bjarnadóttir og frú Astríður Thorarensen, ásamt organista kirkjunnar, Páli Hall- dórssyni. Létu þær sér einkar annt um, að keypt yrði til kirkj- unnar það vandaðasta og bezta orgel, sem völ væri á. Tilboða Var leitað víðs vegar og síðan ákveðið að kaupa orgelið hjá Rieger-verksmiðjunni í Tékkóslóvakíu, og hefir nefndin séð Urn ka.up á orgelinu að öllu leyti. Verðið var hagkvæmt. Orgelið kom til landsins síðastliðið sumar og var sett í kirkjuna í júlímánuði. Það var þó ekki vígt og tekið í notkun fyrr en í september, því að kirkjan var máluð eftir að orgelinu hafði verið komið fyrir.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.