Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 34
272
KIRKJURITIÐ
eftir hátíðarhaldið, þar á meðal stjórnarskrána, er þeir voru
ekki sem bezt ánægðir með. Stóð Eggert Gunnarsson mest
fyrir þessum bréfaskriftum og hélt ritara til að koma bréf-
unum af stað, og er það í tilefni af þessu bréfi, sem séra
Matthías skrifar Eggert.
Seinna bréfið, sem er ritað daginn eftir, virðist vera til séra
Björns í Laufási, en hann hefir svo sent Eggert það til ílits,
vegna þess sem þar er drepið á þjóðhátíðarmálin. Athugasemdin
í upphafi bréfsins er Matthíasar. Virðist hafa verið um meiri
háttar brennu að ræða á skrifstofu Þjóðólfs, því að bréfið til
Eggerts hefir ekki farið alveg varhluta af henni og er brunnið
af því eitt hornið. Séra Björn einn mun hafa ort erfiljóð eftir
séra Gunnar auk séra Matthíasar, og það hefir einnig verið
séra Björn, sem gagnrýndi talsvert sálmabókarútgáfuna 1871,
en að henni vann séra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn manna
mest. Ekki er þó rétt að kenna séra Stefáni um öll missmíði
hennar, því að glingrað var við ýmsa sálmana, eftir að hann
skilaði handritinu, af manni, sem ekki hafði til þess neina
heimild, og var séra Stefán fyrstur manna til að skrifa móti
bókinni sjálfur.
Það er vert að veita því athygli, að það er að hvötum séra
Matthíasar og beinlínis eftir tillögum hans, að sálmabókar-
nefndin 1878 var skipuð. Ritaði hann ágæta grein um þetta
efni í Þjóðólf 13. marz 1878, en þrem dögum seinna ritar Pétur
Pétursson biskup honum, þar sem hann mælist til, að hann
taki sæti í sálmabókarnefnd ásamt Steingrími Thorsteinssyni,
séra Helga Hálfdanarsyni, séra Stefáni Thorarensen, séra Valdi-
mar Briem, séra Birni Halldórssyni og séra Páli Jónssyni á
Völlum.
Benjamín Kristjánssson.
Aths. í hinni miklu ritgerð dr. Jóns Helgasonar um Ilelga
Hálfdanarson, sem birtist í Prestafélagsritinu 1926 á aldar-
afmæli séra Helga, segir höf. neðanmáls:
„Þegar séra Matthías í „Söguköflum af sjálfum mér“ eignar
sér frumkvæðið að þeirri nefndarsetningu (þ. e. sálmabókar-
nefndinni 1878), þá er það á misminni byggt. Ég veit með áreið-
anlegri vissu, að hann átti það ekki, heldur Magnús Andrésson
(síðar prestur að Gilsbakka), sem þá var biskupsritari, mikill