Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 37
TVÖ BRÉF FRÁ MATTHÍASI
275
til þings að kjósa og á þingi að sitja og fyrir landstjórn og
iögum að ráða. Fyrst liggur á þjóöhátíöinni, þar næst á þing-
kosningum (— þó með varlegum agitationum, þær spenna
vondu kraftana, bezt með því að sannfæra menn um vanda og
ábyrgö). Þar næst liggur á öllu framfaralífi í landi þessu, að
menn fáist til að vinna samhuga um allt land í sömu stefnu:
koma upp gufu- og vöruskipum, einkum kringum landið, koma
upp alþýðuskólum (barna og unglinga), koma á föstum kaup-
°g búnaðar(verðtaxta) i. Við megum ekki œsa heldur (jafna
málin) i. Skiptum okkur ekkert að svo stöddu af minni háttar
Pólitískum vandkvæðum, sláum okkar reservationum föstum,
tökum þær skýrt fram, en geymum stappið. Máske þessi breyt-
ingatími vinni þar fyrir okkur, en hér verðum við að hjálpa
okkur sjálfir, ella hjálpar oss enginn. Pólitiserum sem minnst
i sumar, en vel það litla (— betur en í fyrra, sem varð, eins
°g eg sagði fyrir, til skammar). Nú ríður oss á að halda virð-
ingunni. Nú horfa allir á oss og slá föstum okkar einkennum
eins og þau sýna sig í sumar. Líklegt er, að þið gefið lítið
fyrir mína pólitík, en þess vil eg biðja þig og aðra beztu drengi
íslands, að fara með spekt og hyggni í sumar, því að illt þætti
mér að neyðast til að þurfa að skrifa í móti slíkum ágætis-
mönnurn og brennandi framfaramönnum sem þú og Björn
Prófastur og ykkar líkar eru.
Þjóðólfur verður víst smár í mínum höndum, en þótt mig
vanti marga kosti, getur mér ekki betur fundizt en eg hafi
vitsmuni á við flesta aðra, sem nú skrifa í blöð vor, og hvað
drengskap minn snertir gagnvart sannleikanum, skal enginn
kraftur dirfast að gefa mér hnútur. Um laun eða lof kæri eg
mig ekki. Vei þeim manni, sem er andlegur aumingi og þekkir
annað æðra en einn Guö og eina skynsemi, og þar með basta!
Og fyrirgefðu nú eins og eg skyldi (ef þyrfti) fyrirgefa þér,
tninn ágæti bróðir, og Drottinn styrki hvert þitt spor. Ó, hvað
eg trega Gunnar, eg, sem fátt lengur trega. Kysstu elskuna
hans brennandi kossi frá mér, og móður hans, hina blessuöu
konu.
Við megum til að halda fundinn 3. ágúst. Sigfús situr og
öollaleggur samstundis ljómandi innréttingar, en sem þurfa
1 Þessi orð innan sviga eru tilgáta. Bréfið er brunnið á þessum stað.