Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 40

Kirkjuritið - 01.06.1955, Page 40
278 KIRKJURITIÐ rannsóknir. Eg veit engan klerk í þessu landi, sem stúderað hefir á við mig krítik kristinnar trúar. Þætti mér merkilegt að ná í þig, þegar við báðir værum vel upplagðir og tala um þess háttar hluti. Hér er við engan að tala, sem ekki er annað hvort barn eða poki og flón í þeim efnum. En skikkanlega guðhræddir eru margir, enda á orthodoxían jafnan góðar og frómlyndar sálir innan um doðann og Dumheitin. Um sálmabókina skrifaði eg á brennda blaðinu svo mikla speki, að eg skildi hana ekki sjálfur. Mér þykir þú hafa farið of vel með „skoppa“, en húðstrýkt S. Th. meira en garmurinn er fær um að bera. Var það vit að láta hann regera og rumstera einan? Annars eigum við fá sálmaskáld, sem gagn er að. Eg vil láta Synodus velja og manna nefnd um allt land, og láta þá í níu ár semja nýja bók. March! Æ, fyrirgefðu þínum heiðranda og einlægum vini Matthíasi Jochumssyni. * Athugasemd. í febrúarhefti Kirkjuritsins 1955 er grein eftir séra E. Th- er heitir Kirkjulíf á íslandi fyrr og nú. Af greininni má draga þá ályktun, að kirkjusókn hafi þverrað um 1920, en þó hafi fyrst keyrt um þverbak eftir 1930, en um þær mundir lét grein- arhöfundur af prestsstörfum. — í tilefni af þessari grein fór ég að fletta messuskýrslum fyrir Saurbæjarsókn, og kemur þá í Ijós, að messur í Saurbæ á árunum 1910—1919 eru 18 að jafnaði á ári. Frá 1920—1930 er jafnaðartalan 19 og aðeins betur. En frá 1932—1942, að báðum meðtöldum, þegar undan- skilin eru árin 1937—1938, en verulegan hluta þeirra var sókn- arpresturinn erlendis, eru messur 21 að jafnaði. — Að vísu er messufjöldi ekki einhlítur mælikvarði um kirkjusókn, en Þ° verður ekki við annað stuðzt, þar eð ekki mun hafa tíðkazt su venja hingað til að telja kirkjugesti. Segja má, að umrsedd atriði skipti ekki miklu máli, en skylt er þó að hafa það, ei sannara reynist. Saurbæ, Hvalfjarðarströnd, 14/3 1955. Sigurjón Guöjónsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.