Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 44

Kirkjuritið - 01.06.1955, Síða 44
282 KERKJURITIÐ æskumenn sína á vígvöllinn, ef stríð brýzt út. Við íslendingar höfum engin slík útgjöld, og þurfum enga æskumenn að senda á vígvöll. Væri þá ekki vel til fallið, að við verðum þeim mun ríkulegri fjárupphæðum til kristniboðs, og sendum her, „stríðs- menn Krists“, til að vinna honum lönd og ríki. Vill ekki öll íslenzka þjóðin sameinast um svo göfugt „stríð“? Vissulega væri þess þörf, bæði okkar sjálfra vegna og þeirra, sem í myrkrunum sitja og þrá ljós fagnaðarerindisins. Stefán Kr. Vigfússon, Arnarhóli. Samkoma á Hofsósi. Sunnudaginn 8. maí s.l. var skemmtun haldin að Hofsósi á vegum kirkjubyggingarsjóðs Hofsósskirkju. Kirkjukór Sauðár- króks undir stjórn Eyþórs Stefánssonar tónskálds kom í heim- sókn. Samkoman hófst með sameiginlegri kaffidrykkju í Barna- skólanum, en konur úr kirkjukór Hofsóssóknar sáu um veit- ingar. Þar töluðu undir borðum settur sóknarprestur, séra Árni Sigurðsson, er bauð gesti velkomna, prófasturinn, séra Helgi Konráðsson, söngstjórinn Eyþór Stefánsson, Kristján Ágústsson formaður sóknarnefndar Hofssóknar, Jóhann Eiríksson gjald- keri kirkjunnar, Sigurður P. Jónsson formaður Kirkjukórs Sauðárkróks, er þakkaði móttökurnar fyrir hönd kórsins, Guð- jón Sigurðsson, Björn Jónsson hreppstjóri, Bæ, og frú Pála Pálsdóttir. Síðan hófst skemmtunin með ávarpi, er séra Árm Sigurðsson flutti. Að því loknu söng Kirkjukór Sauðárkróks nokkur lög með undirleik frú Sigríðar Auðuns, og að lokum voru tvær kirkjulegar kvikmyndir sýndar. Skemmtunin var hin fjölsóttasta. Kom fólk alls staðar að úr nærsveitum Hofsóss. Síðar um kvöldið var haldinn dansleikur í samkomuhúsinu a vegum kirkjubyggingarsjóðsins. Þótti koma Kirkjukórs Sauðar- króks mikill viðburður og marka tímamót í söngstarfsemi beggja kirkjukóranna. Áður en kirkjukórinn hélt heimleiðis, af- henti formaður hans sóknarnefnd Hofsóssóknar kr. 600.00 að gjöf til kirkjubyggingarinnar, sem nú er í smíðum. Þökkuðu sóknarpresturinn og formaður sóknarnefndar gjöfina og hina ágætu heimsókn kórsins. Ríkir hinn mesti áhugi innan sóknar- innar á því að ljúka kirkjubyggingunni sem fyrst. Á. S.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.