Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 5

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 5
HELGI KONRÁÐSSON: Spurningin. Matt. 11, 2.-6. Saga lífsins er sögð í tveim orðum: „Að heilsast og kveðjast". Alltaf er einhver að koma, annar að fara. Við finnum þetta bezt, þegar við komum saman og lít- um yfir liðið starfsár og leitumst við að ráðstafa hinum óráðnu, ókomnu dögum. Gamli tíminn er að baki. Nýi timinn leggur veg inn í framtíðina. Hvert sinn, sem við komum saman, samstarfsmenn, hafa einhverjir horfið úr hópnum og aðrir tekið við. Oft finnst mér meira að segja, þegar ég heilsa á ný gömlum vini, sem ég hefi ekki séð um stund, einkum séu allmörg ár liðin, að þá heilsi ég í rauninni ekki sama manni, sem ég kvaddi síðast. En allt þetta, sem er í raun og veru aðeins hversdags- legir atburðir og daglegir, getur líka orðið til að vekja mikla spurningu: Hvert stefnir hinn nýi tími? Ætlar hann að gera betur en hinn liðni? Ég veit ekki, hve rík og áleitin þessi spurning er í hugum okkar í dag eða hve brennandi hún er, þegar við að lokum skilum störfum okkar í hendur nýjum mönnum, og þó finnum við, að við erum að undirbúa framtíðina. En þessi spurning, sem er svo óljós og ógreinileg okkur hversdagsmönnunum, verður stundum sem brennandi þrá, svo að allt er undir því komið, að rétt svar sé gefið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.