Kirkjuritið - 01.08.1955, Síða 6

Kirkjuritið - 01.08.1955, Síða 6
292 KIRKJURITIÐ Það er á hinum stóru tímamótum sögunnar. Frá slikum atburði er sagt í orðum þeim, sem ég var að lesa. Maðurinn í fangelsinu var að enda æviskeið sitt. En hann langaði til að vita, hvort starf hans væri einskis virði eða hinn bjarti, betri timi væri að renna upp, og að hann hefði sjálfur átt þátt í að svo mætti verða. Við þekkjum sögu Jóhannesar. Hann hefir verið kall- aður spámaður, sendiboði Guðs. Sjálfum fannst honum hann vera smár og óverðugur alls heiðurs. Hann virðist engar kröfur hafa gert til annarra manna sjálfum sér til handa. En hann gerði kröfur til mannanna samt, strangar mjög. Hann benti mönnum á þá leið, sem ein yrði til bjargar, að menn gerðu þær sömu kröfur til sjálfra sin sem ann- arra, að menn sýndu öðrum það réttlæti, sem þeir heimt- uðu sjálfum sér, að menn helguðu lif sitt Guði og lifðu saman eins og sannir bræður. Prédikun hans var ströng og sterk: Lífið væri til annars meira en eta og drekka. Þó var aðalkjarni lífs hans að undirbúa komu Messías- ar, sem kæmi til að brenna burt sorann og hismið og skapa nýjan heim. Við skiljum því, hve brennandi spurn- ing hans var: Ert þú sá, sem koma á? Enginn vafi er á því, að Jóhannes var ánægður með svarið sem hann fékk. Og nú stöndum við hér og eigum að svara áleitinni spurningu, sem knýr á hugann og berst okkur til eyrna: Hafa aldirnar staðfest svar meistarans, hafa kynslóðirnar fundið sannleik þess í hjörtum sínum? Höfum við sjálfir fundið sannleik þess sem sjálfan kjarna lífsins? Þessu eigum við að svara í lífi okkar og starfi, einmitt við, ófullkomnir menn, ekki aðeins þrátt fyrir öll mistök okkar, heldur beinlínis fyrir mistök okkar, skal gildi hug- sjónarinnar og boðskaparins sannað. Þetta ber þeim sérstaklega að íhuga, sem vilja afsanna gildi kristinnar trúar með því að benda á galla og mistök

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.