Kirkjuritið - 01.08.1955, Síða 8

Kirkjuritið - 01.08.1955, Síða 8
294 KIRKJURITIÐ Svo stórt er nafn Krists, að það nær yfir allt það, sem gott er, göfugt og fagurt í heilli heimsmenningu. Nafn hans er skráð á allt, sem er í ætt við hann, smátt og stórt. Hann sagði meira að segja, að fegursta guðsþjónustan væri að gera vilja föðurins á himnum. Slíkt væri enn fullkomnara en hvers konar játningar. Þó gleymum við því ekki, að lífsmáttur kærleikans er trúarsamfélag við Guð. Það er ekki nóg að segja: Herra, herra, en það er nauð- synlegt eigi að síður. Bænarákallið gefur okkur styrk, öryggi og vissu. Og við þurfum þó að vita, að til er herra, sem skráð hefir lögmál sitt í hjörtu mannanna og gefið þeim takmark að stefna á. Við þurfum að spyrja og fá svar. „Hver er sú rödd, sem býr í brjósti mér, og bergmálar frá öllum lifsins her, — sú föðurrödd, er metur öll vor mál, — sú móðurrödd, er vermir líf og sál, — sú rödd, sem ein er eilíflega stillt, þótt allar heimsins raddir syngi villt, — sú rödd, sem breytir dimmri nótt í dag og dauðans ópi snýr í vonarlag?“ Guð er sú rödd. Á þá að halda áfram að boða kristna trú, kristinn sið? Eða aðra trú? Eða enga trú, engan sið? Okkur leyfist að spyrja. Leiðsögumaðurinn mikli segir: „Prófið alla hluti.“ En hann bætir lika við: „Haldið því, sem gott er.“ Stundum hefi ég heyrt því haldið fram af málsmetandi mönnum, reyndar líka þeim, sem vafasamt er að séu málsmetandi, að kristnir menn og heiðnir hafi alla tíma unað í góðri sambúð hér á íslandi. Nú veit ég vel, að við strangan mælikvarða munu ekki vera margir kristnir menn í orðsins fyllstu merkingu, en

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.