Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 16

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 16
302 KIRKJURITIÐ vera brjóst fyrir þessari voldugu samvinnuhreyfingu og sameiningartákn undir merki Krists: Allir eiga þeir að vera eitt, gátu fundarmenn ekki sameinazt að kvöldmál- tíðarborði Jesú Krists. Nei, sameining fæst aldrei að minni hyggju um trú- fræðijátningu í fjölmörgum greinum. Einingin verður að vera kærleikseining, í einlægri, barnslegri trú á Jesú Krist sem Guðs son og frelsara mannanna. Þá fyrst læra mennirnir að skilja hverjir aðra og skiptar skoðanir þeirra og meta hverjir aðra og elska hverjir aðra. Á því bjargi á að rísa eining kirkjunnar, sem hlið heljar skulu aldrei verða yfirsterkari. Þannig ber að vinna að mœtti kirkjunnar. Hann á að koma að innan, eins og máttur súrdeigsins, sem sýrir allt deigið. Og jafnvel starfi fárra er gefið fyrirheit um undursamlega blessun. Ýmsir treysta hinu ytra valdi til baráttu og áróðurs að heimsins hætti. En því fylgir hættan voðalega, að bíða tjón á sálu sinni. Það er mælt, að páfinn í Róm hafi einu sinni sýnt helgum manni gersemar og fjársjóði Vatikans- ins og mælt íbygginn: „Nú getur Pétur eigi framar sagt: Silfur og gull á ég ekki.“ En þá svaraði hinn óðara: „Nú getur hann ekki heldur lengur sagt: Statt upp og gakk.“ Aðeins í krafti hins innra valds verður kirkjan að stríða og sigra. Kristnir menn eru dreifðir um alla jörð. Sameinaðir búa þeir yfir því afli, er getur frelsað heiminn. En sá máttur er í innsta eðli sínu kraftur Krists, kraftur Guðs. Það er hann, sem unga kynslóðin þarfnast til góðs uppeldis, og einn getur verndað hana frá því að 'villast á refilsstigum. Ef hún skírist mætti kirkjunnar, verður henni borgið. Glæðum þennan kraft hið innra með sjálf- um oss, og vér veitum æskunni veganestið, sem bezt er. Ég átti nýlega tal við skólastjóra og minntist á það, hve mikill fögnuður mér væri að því, að forstöðumenn skól- anna löðuðust mjög að kristni og kirkju. Hann svaraði:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.