Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 22

Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 22
308 KIRKJURITIÐ Ennfremur hafa þessir prestar nýlega fengið lausn frá prests- skap: Séra Björn O. Björnsson, prestur að Hálsi í Fnjóskadal. Hann vígðist til Þykkvabæjarklaustursprestakalls 1922 og þjón- aði því til 1933. Því næst Brjánslækjarprestakalli til 1935. Höskuldsstaðaprestakalli 1935—41. Þá fékk hann lausn frá embætti og var ritstjóri tímaritsins Jarðar. Hálsprestakalli hefir hann þjónað frá 1945. Séra Björn hefir jafnan verið hugsjónamaður mikill og áhuga- maður um málefni kristni og kirkju. Ástæðan til þess, að hann lét af prestsskap vegna tímarits síns, mun eingöngu hafa verið sú, að hann hugðist með því móti geta unnið meira fyrir kirstilega menningu þjóðar sinnar. Þessi áhugamál hans eiga hjarta hans óskipt. Séra Sigurður Norland, prestur í Tjarnarprestakalli á Vatns- nesi. Hann vígðist aðstoðarprestur séra Sigurðar P. Sívertsens að Hofi í Vopnafirði 1911. Var prestur í Tjarnarprestakalli 1912—1919, í Landeyjaþingum 1919—1922, og aftur í Tjarnar- prestakalli frá 1922. Þannig hefir séra Sigurður sýnt mikla ræktarsemi heima- högum sínum með því að vinna þar prestsstarf hátt á fjórða áratug. Hefir hann eignazt þar meðal ungra og gamalla marga trygga vini, sem dá gáfur hans og góða hæfileika á ýmsum sviðum og meta mannkosti hans. Hann er skáldmæltur vel. Séra Þorsteinn Jóhannesson, prófastur í Vatnsfirði. Hann vígðist prestur að Staðarprestakalli í Steingrímsfirði 1924 og þjónaði því í fögur ár.Síðan hefir hann verið prestur í Vatns- fjarðarprestakalli, og prófastur í Norður-ísafjarðarprófasts- dæmi frá 1939. Séra Þorsteinn hefir verið mjög ástsæll af söfnuðum sínum og embættisbræðrum sökum ágætra kennimannshæfileika, ljúf- mennsku og hvers konar prýði. Er ekki að efa, að hans verður lengi minnzt við Djúp með virðingu og þökk. Séra Þórður Oddgeirsson, prófastur að Sauðanesi. Hann vígð- ist þangað 1910, aðstoðarprestur séra Jóns Halldórssonar, var eftir 4 ára þjónustu þar prestur í Bjarnanessprestakalli, 1914 —18. Fékk síðan aftur Sauðanes og þjónaði því 1918—55. Pró- fastur í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi hefir hann verið frá ársbyrjun 1941.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.