Kirkjuritið - 01.08.1955, Side 28

Kirkjuritið - 01.08.1955, Side 28
314 KIRKJURITIÐ háttar athafnir í söfnuðunum og halda opinbera hljómleika og kirkjukvöld. Hefir 51 kór alls sungið opinberlega 94 sinnum á árinu fyrir utan við messur. Síðan söngmálastjóri hóf starf sitt, eða frá 1941, hafa þess konar söngsamkomur verið nær 1200. Söngmót kirkjukóra hafa verið haldin 29. september á Reyðarfirði og 11. desember að Mánagarði í Nesjum í Horna- firði. Hið fyrra hélt Samband austfirzkra kirkjukóra, 3 kórar, samtals um 70 manns, en hið síðara Kirkjukórasamband Austur-Skaftafellsprófastsdæmis, 5 kórar, um 70 manns. Auk þess má nefna kirkjumót að Prestsbakka á Síðu 15. ágúst. Þar sungu 7 kirkjukórar. Ennfremur hafa kirkjukórar Akraness og Borgarness haldið sameiginlega hljómleika í vetur og vor í Borgarnesi, Akranesi og að Breiðholti í Miklaholts- hreppi og komið til Reykjavíkur og sungið á plötur fyrir Ríkis- útvarpið. Einnig mætti geta um ýmsa aðra menningarstarf- semi, sem organistar og kirkjukórar annast fyrir söfnuðina, svo sem fjársöfnun til orgelkaupa í kirkjur. Söngskóli Þjóðkirkjunnar starfaði sömu mánuði sem fyrr, frá 1. nóvember til 1. maí. Skólastjóri Sigurður Birkis söng- málastjóri, aðrir kennarar Máni Sigurjónsson organleikari og Þórarinn Jónsson tónskáld. Námsgreinar: Söngur, söngstjórn, messusöngur, organleikur, tónfræði og tónlistarsaga. Alls komu í skólann 30 nemendur, af þeim voru 10 guðfræði- stúdentar, en 16 stunduðu námið til þess að verða organleikarar í kirkjum sínum. Flestir voru þeir allan skólatímann. Enn hafa lært hjá söngmálastjóra nokkrir af einsöngvurunum úr kirkjukórunum og Kennaraskólanemendur. Kirkjuorgel hafa verið keypt 8 alls, meðal annars pípuorgel í Hallgrímskirkju og Hafnarfjarðarkirkju, bæði mjög vönduð. Auk þess gefur séra Sigtryggur Guðlaugsson prófastur Hluga- staðakirkju nýtt harmoníum, og verður það afhent 3. n. m. Kirkjukórasamband íslands hefir unnið hið þarfasta verk. Hafa 12 kennarar ferðazt um landið á vegum þess og kennt 58 kirkjukórum söng í 73 vikur. Er þó sambandið ungt, aðeins 4 ára. Mesta kennslu hafa þeir innt af höndum organleik- ararnir Kjartan Jóhannesson og Eyþór Stefánsson. Sambandið hélt aðalfund sinn 24. júní. Sigurður Birkis söngmálastjóri er formaður þess, og hefir svo verið frá upphafi. Starf það, er

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.