Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 32

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 32
318 KIRKJURITIÐ ég prestunum, sem að henni unnu, meðalgöngu þeirra og svo gefendum öllum. Er það gleðilegt, að áhugi félaga Biblíufélags vors skuli taka að glæðast. Einn úr stjórn félagsins, Magnús Már Lárusson prófessor, fór í þessum mánuði til London til viðræðna við Brezka Biblíufélagið um heimflutning Biblíuút- gáfunnar til íslands. Er hann nú nýkominn heim við ágæt erindislok. Hið Evangeliska Lúterska Kirkjufélag íslendinga í Vestur- heimi hefir enn sem fyrr sýnt þjóðkirkju íslands ástúð sína og tryggð með því að kjósa mig á kirkjuþinginu í júní- mánuði í fyrra heiðursverndara sinn. Nú verður 70. ársþing félagsins haldið næstu daga. Var mér boðið þangað, en vegna prestastefnu vorrar var það ókleift fyrir mig að fara vestur. Samdi ég svohljóðandi ávarp og bað séra Ólaf Skúlason að flytja á kirkjuþinginu: Þjóðkirkja íslands sendir Hinu Evangeliska Lúterska Kirkju- félagi íslendinga í Vesturheimi kveðju sína og samfagnar því, er það heldur nú sjötugasta ársþing sitt. Starf yðar er orðið mikið og blessunarríkt. Þér hafið varð- veitt kirkjuarfinn dýra frá feðrum vorum og mæðrum og lagt fram mikinn skerf til verndunar tungu vorri og þjóðerni. Krist- indómurinn hefir létt yður lífsraun yðar. Þér hafið veitt mikl- um og góðum kirkjuleiðtogum yðar örugga fylgd. Þjóðkirkja íslands þakkar yður ást og tryggð og treystir því, að aldrei rofni böndin í milli. Vér viljum allir vera eitt, grein- ar á sama meiði, Jesú Kristi. Vér biðjum Drottin, athvarf vort frá kyni til kyns, að leiða yður um ókomin ár og blessa Kirkjufélag yðar og yður hvern og einn. Lifið heilir um aldur í friði hans og kærleika. Reykjavík, 17. júní 1955. Ásmundur Guömundsson. Séra Ólafur er fulltrúi kirkju vorrar á þinginu. Af kirkjuþingum erlendum vil ég aðeins nefna að auk: Kirkjuþingið í Evanston í Bandaríkjunum síðari hluta ágúst- mánaðar. Fulltrúi kirkju vorrar var þar séra Bragi Friðriks- son prestur að Lundar og hefir hann skrifað glögga og ýtar- lega skýrslu um þingið. Meginefni hennar birtist í jólahefti

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.