Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 40

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 40
326 KIRKJURITIÐ Hitt er breyting á lögunum um biskupskosningu, og er aðal- breytingin sú, að hver kjósandi tilnefnir einn mann til biskups og sá er rétt kjörinn, sem fær fullan helming atkvæða. Ella velur ráðherra milli þeirra þriggja, er flest fá atkvæði. Barnaheimilisnef:nd. Séra Garðar Þorsteinsson, gjaldkeri Barnaheimilisnefndar, las reikninga tveggja síðustu ára yfir tekjur af merkjasölu. Voru tekjurnar 1953 kr. 17229,10 og 1954 kr. 17616,37. Er sjóðurinn þá kr. 147918,34. Formaður nefndarinnar, séra Ingólfur Ástmarsson, Mosfelli, flutti því næst skýrslu nefndarinnar, einkum um barnaheimilið, sem hefir nú starfað um 25 ár. F ermingar undirbúningur. Séra Gunnar Árnason flutti erindi: Undirbúningstími barna hjá presti fyrir fermingu. Verður erindi þetta birt hér í ritinu. Urðu um það töluverðar umræður og gerðar ályktanir. í nefnd þá, sem ein ályktunin gerir ráð fyrir, voru kosnir: Séra Gunnar Árnason, séra Óskar J. Þorláksson og séra Magnús Guðmunds- son. Allsherjarnefnd. Kosin var snemma á prestastefnunni allsherjarnefnd, þeir prófessor Sigurbjörn Einarsson, séra Pétur Sigurgeirsson, séra Sigurður Stefánsson, séra Gísli Brynjólfsson, séra Páll Þorleifs- son og séra Einar Guðnason. Var vísað til hennar fjölda tillagna til athugunar, og er hér ekki skýrt frá þeim fram yfir það, sem samþykkt var og kemur fram í fundarályktunum hér á eftir. Flestar tillögurnar voru samþykktar óbreyttar, en nokkrar með breytingum eða lagfæringum allsherjarnefndar. Fundarslit að Bessastöðum. Síðasta fundardaginn kl. 2 var haldið að Bessastöðum. Gengu prestar ásamt forseta og biskupi til kirkju. Þar prédikaði biskup, en sóknarpresturinn, séra Garðar Þorsteinsson, var fyrir altari. Forseti ávarpaði prestastefnuna með mikilli ræðu. Verður

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.