Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.08.1955, Qupperneq 41
PRESTASTEFNAN 1955 327 hún birt hér í ritinu. Var svo prestastefnunni slitið, en klerkar sátu boð forsetahjónanna um eftirmiðdaginn. Um kvöldið annan synódusdaginn voru synodusprestar í boði heima hjá biskupshjónunum. Prestastefnuna sóttu 98 prestar og 4 gestir eða alls 102. Ályktanir. Kirkjuþing. Prestastefnan, haldin í Reykjavík dagana 22.— 24. júní 1955 ályktar: 1. Að vinna að því, að sett verði sem fyrst lög um kirkju- þing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju. 2. Að lögin verði í öllum meginatriðum samhljóða frum- varpi því, er fyrir liggur. 3. Að skora á ríkisstjórnina að flytja frumvarpið og fá það afgreitt sem lög frá Alþingi. 4. Að kjósa þrjá menn til þess, ásamt biskupi, að fylgja mál- inu fram og vera til ráðuneytis um breytingar þær, sem ráð- herra kynni að vilja gera á frumvarpinu. KristindómsfræSsla barna. I. Prestastefnan vill vekja athygli alls almennings á gildi fermingarinnar fyrir hvert barn, og leggur áherzlu á eftirfar- andi: a. Prestar vandi fermingarundirbúninginn sem allra mest. b. Reynt sé að samræma fermingarundirbúning um allt land, hæði námsefni og tímafjölda. c. í unglingaskólum sé kristindómsfræðslu ætlaðar a. m. k. tvær kennslustundir í viku. d. Forðast sé sem mest prjál og hvers konar íburður í sam- bandi við ferminguna, svo sem óhófleg veizluhöld, gjafir um skör fram eða annað það, sem draga kann hugi lítt þroskaðra ungmenna frá helgi og alvöru athafnarinnar. e. Prestastefnan vottar þeim sérstakar þakkir, sem forgöngu hafa haft um notkun fermingarkyrtla, og mælist til þess, að sá háttur verði upp tekinn sem víðast. II. Prestastefnan samþykkir, að kjósa þriggja manna nefnd, er í samráði við biskup velji úr nokkur höfuðatriði kristin- dómsins, sem ætlast er til að hvert fermingarbarn kunni utan-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.