Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 43

Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 43
SKÁLHOLTSHÁTÍÐIN 329 frumvarp til laga um kirkjuítök og sölu þeirra, það er borið var fram á síðasta alþingi að tilhlutun kirkjumálaráðherra. Áfengisböliö. Prestastefnan 1955 lýsir ánægju sinni yfir því, sem gert hefir verið til þess að bæta hag drykkjusjúkra manna, og hvetur til aukins starfs gegn áfengisbölinu. Sorprit. Prestastefnan fagnar því, að helztu skólamenn landsins hafa, ásamt biskupi, skorað á stjórnarvöldin að stemma stigu við útgáfu sorprita og annarra rita, sem leiða til ómenn- ingar. Er þess vænzt, að Alþingi láti til sín taka á þesu sviði. Skálholtshátíðin. Skálholtshátíðin 17. júlí var fjölsótt og fór hið bezta fram. Veður var stillt og gott meðan á hátíðinni stóð, og var þarna mikið fjölmenni. Hátíðin hófst klukkan 1 e. h. með því, að Lúðrasveit Reykja- víkur lék nokkur lög fyrir dyrum, en átta prestar, svo og vígslu- biskup, dr. Bjarni Jónsson, gengu hempuklæddir til kirkju. Síðan hófst messa, sem dr. Bjarni Jónsson annaðist, en kirkjukór Stóra- Núpssóknar í Gnúpverjahreppi, söng undif stjórn Kjartans Jó- hannessonar. Að messu lokinni dreifðist mannfjöldinn um staðinn, en veit- ingar voru frambornar í tjaldi og skála Skálholtsfélagsins. Kven- félagskonur af Eyrarbakka sáu um veitingar af rausn og mynd- arskap. Síðan hófst annar þáttur hátíðarinnar með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Þá flutti séra Sigurður Pálsson, formaður Árnes- deildar Skálholtsfélagsins, ávarp, dr. Árni Árnason, héraðs- læknir á Akranesi, flutti ræðu. Ólafur Magnússon frá Mosfelli söng einsöng, Jökull Jakobsson stud. theol. skýrði staðinn og greindi frá örnefnum og fornminjum. Próf. Sigurbjörn Einars- son, formaður Skálholtsfélagsins, flutti lokaorð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.