Kirkjuritið - 01.08.1955, Page 48
40 ára afmœli Hafnarfjarðarkirkju.
Nýtt orgel vígt vi& það tœkifœri.
Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914, og voru því
40 ár liðin frá vígsludegi hennar 20. desember s.l. Frestað
var að minnast þessara tímamóta í sögu kirkjunnar, þar til
lokið væri að setja í hana nýtt orgel, sem afhent var við
hátíðarguðsþjónustu 3. júlí.
Rögnvaldur Ólafsson húsameistari gerði uppdrátt að Hafn-
arfjarðarkirkju, en sóknarmenn lögðu sig almennt mjög fram
um að gera hana sem veglegasta, og höfðu útgerðarmennimir
Ágúst Flygenring og Einar Þorgilsson forgöngu í því. Ýmsir
af munum Hafnarfjarðarkirkju eru úr Garðakirkju, en hún
var lögð niður, þegar Hafnarfjarðarkirkja var fullgerð, en
margt hefir kirkjunni verið gefið síðan af fögrum búnaði og
munum, bæði frá einstökum mönnum, en þó sérstaklega frá
kvenfélagi kirkjunnar, sem var stofnað árið 1930. Hefir það
unnið ómetanlegt starf kirkjunni til fegurðarauka og prýði þau
25 ár, sem það hefir starfað. Meðal annars gaf kvenfélagið
kirkjunni forkunnar fagra altarisgripi á 20 ára afmæli hennar
og nú hefir það gefið gólfábreiður á allt gólf kirkjunnar og á
söngloft og dregla á stiga og minnzt á þann hátt fertugsafmælis
hennar. Seinasta gjöf kvenfélagsins til kirkjunnar voru 50 ferm-
ingarkyrtlar, sem voru- teknir í notkun á þessu vori. í stjórn
kvenfélagsins eru frú Margrét Gísladóttir, form., frú Guðfinna
Sigurðardóttir, ritari, og frú Ingileif Sigurðardóttir, gjaldkeri.
Á síðastliðnu ári fóru fram miklar breytingar og umbætur
á kirkjunni. Söngloft var stækkað og styrktarstoðir settar í
orgelstæði, kirkjan var máluð að innan hátt og lágt og kórloft
og veggfletir skrautmálað. Eiríkur Einarsson arkitekt hafði
yfirumsjón með öllum breytingum, en hjónin Gréta og Jón
Björnsson skrautmáluðu og leiðbeindu um litaval. Þá hefir Jón
Gíslason útgerðarmaður gefið kirkjunni forkunnar fagran ljósa-
hjálm til viðbótar tveimur, er fyrir voru.
Hafnarfjarðarkirkja eignaðist þegar í upphafi pípuorgel, og